Bylting í hönnun.

Fáguð og framsækin hönnun Tucson Hybrid er byltingarkennd. Hér ræður nútímaleg fegurð ferðinni með einstökum meitluðum flötum og rennilegum línum.

Ytra byrði

Sportleg fágun í fyrirrúmi.

Nýr Tucson er fyrsti bíll Hyundai sem er þróaður eftir hugmyndafræðinni um sportlega fágun, með stærri og breiðari yfirbyggingu. Kröftug staðan sameinar skörp horn og rennileg hlutföll með áberandi flötum. Niðurstaðan er framsækið útlit sem kemur kraftalegri arfleifð Tucson fullkomlega til skila.

360°

0%

  Fyrstu innfelldu duldu ljós sinnar tegundar.

  Dökkkrómað grillið lýsist upp þegar ekið er af stað. Með fyrsta flokks hálfspeglaðri lýsingartækni eru innfelldu duldu ljósin falin þegar slökkt er á þeim en þegar kveikt er á þeim lyftast ytri hlutar grillsins upp eins og vængir og skapa einkennandi lýsingu með hátæknilegu yfirbragði. Þegar bíllinn er stöðvaður eru ljósin aftur dulin innan grillsins.

  Mynd af framhlutanum á Hyundai Tucson Hybrid.

  Lagaðu nýjan TUCSON að þínum stíl.

  Nú eru þrír nýir og glæsilegir litir í boði: Sindrandi silfurlitaður, Amazon-grár og blágrænn, sem þýðir að nú er hægt að velja úr níu litum á ytra byrði. Þar að auki er hægt að velja tvítóna þak, annaðhvort svart eða dökkgrátt. Þannig geturðu sérsniðið Tucson enn frekar að þínum stíl.

  Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
  1. 17" og 19" álfelgur á nýjum Hyundai Tucson Hybrid.

   Álfelgur.

   Veldu á milli tveggja kröftugra 17" og 19" álfelgutegunda.

  2. Rennilegt glermerki.

   Fíngert Hyundai-glermerkið er krúnudjásn nútímalegrar hönnunar sem einkennir afturhluta bílsins. Það virðist þrívítt en raunin er sú að það stendur ekki upp úr yfirborðinu ólíkt því sem tíðkast á hefðbundum bílamerkjum.

  3. Afturhluti Hyundai Tucson Hybrid þar sem dulin afturrúðuþurrka sést.

   Dulin afturrúðuþurrka.

   Nýr Tucson Hybrid er fyrsti Hyundai-bíllinn sem búinn er duldum afturrúðuþurrkum sem hverfa undir vindskeiðina þegar þær eru ekki í notkun.

   Innanrými

   Fegurðin í innra rýminu.

   Innanrými Tucson Hybrid er fágað og rúmgott. Um leið og þú sest inn finnurðu hversu rýmið er opið. Hér sameinast rými, tækni og upplýsingar í fullkomnum samhljómi. Ávöl form og mjúk gæðaefni innanrýmisins gefa því einstakt útlit og yfirbragð.

   Þakgluggi Hyundai Tucson Hybrid sem er í boði sem aukabúnaður.

   Þakgluggi.

   Ylurinn frá sólinni og ferskur vindur leika um þig þegar þú opnar þakgluggann á Tucson Hybrid sem er aukabúnaður.

   Litasamsetningar í innanrými.

   Veldu á milli þriggja mismunandi innréttinga: obsidian-svartrar, mosagrárrar eða blágrænnar. Tveir silfraðir skrautlistar liggja frá miðju mælaborðinu að afturhurðunum, óháð þeim lit sem er valinn, og tóna fullkomlega við snyrtilega hannaða yfirborðsfletina sem eru í hlutlausum litum.

   Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
   1. Svarti, einliti valkosturinn fyrir innanrými Hyundai Tucson Hybrid.

    Obsidian-svartur.

    Sígildur svartur og hægt er að velja á milli sæta með ofnu áklæði eða leðri.

   2. Mosagrár.

    Með mosagráa litnum er einnig hægt að velja á milli sæta með ofnu áklæði eða leðri.

   3. Svört sæti með ofnu áklæði eða leðri innan í Hyundai Tucson Hybrid.

    Blágrænn.

    Veldu svört sæti með annaðhvort ofnu áklæði eða leðri með blágrænum saumum á sætum, armpúðum og gírstöng. Blágrænar efnisinnfellingar eru einnig á árekstrarpúðanum og hurðarklæðningunni.