TUCSON Hybrid.
Láttu til þín taka. Láttu á þér bera.
Byltingarkennd hönnun. Hybrid-afköst.
Byltingin er hafin. Nýr Tucson Hybrid er ekki eingöngu eðlileg framþróun frá eldri gerð heldur hefur hönnun hans verið umbylt. Bíllinn er í fararbroddi í framsækinni hönnun, auk þess að vera búinn fyrsta flokks snjalltækni og Hybrid-aflrás sem kemur þér lengra á minna eldsneyti.
Hvað er hybrid-bíll?
Nýr Tucson Hybrid er bæði með bensínvél og rafmótor; svokallað fullkomlega samhliða hybrid-kerfi. Vélin og rafhlaðan vinna saman með fulltingi 1,49 kWh LiPo-rafhlöðu til að ná hámarkssparneytni og afköstum. Hybrid-aflrásin skiptir hnökralaust á milli bensínvélarinnar og rafmótorsins og notar stundum hvort tveggja í einu.
7 ára ábyrgð.
Eins og allir aðrir Hyundai-bílar er nýr Tucson Hybrid smíðaður samkvæmt ströngustu gæðastöðlum. Til viðbótar þessari gæðatryggingu fylgir honum sjö ára ábyrgð til að þú getir notið lífsins, án þess að hafa áhyggjur af bílnum. Auk þess er afkastamikil LiPo-rafhlaðan með átta ára eða 160.000 km ábyrgð, hvort sem kemur fyrr. Aktu um áhyggjulaus með eina bestu ábyrgð sem fyrirfinnst í bílaiðnaðinum – sem staðalbúnað.
