Santa Fe.
Rómaður jeppi í 20 ár.
Stærri. Betri. Fallegri.
Vinsælasti jeppinn okkar í Evrópu hefur verið endurhannaður frá toppi til táar og býður nú upp á meira pláss, þægindi og notagildi. Hönnun nýs Santa Fe er áræðnari og meira afgerandi, auk þess sem hann býðst með ótrúlegu úrvali nýrrar tækni, hybrid-aflrásum og nýjasta öryggisbúnaðinum.
7 ára ábyrgð.
Eins og allir aðrir Hyundai-bílar er nýr Santa Fe smíðaður samkvæmt ströngustu gæðastöðlum. Til viðbótar þessari gæðatryggingu fylgir honum sjö ára ábyrgð til að þú getir notið lífsins, án þess að hafa áhyggjur af bílnum. Aktu um áhyggjulaus með eina bestu ábyrgð sem fyrirfinnst í bílaiðnaðinum – sem staðalbúnað.

Uppgötvaðu alla kosti þessa sjö sæta jeppa.
Vinsælasti jeppinn okkar í Evrópu, nýr Santa Fe, er ekki bara stærri heldur líka betri. Upplifðu meira pláss og meiri snjalltækni á borð við fyrsta flokks tengimöguleika og einstaklega sparneytnar, nýjar aflrásir. Kynntu þér þetta nánar undir smámyndunum hér að neðan.