Stærri. Betri. Og tengdur við framtíðina.

Vinsælasti jeppinn okkar í Evrópu er nú í boði með PHEV-aflrás. Hann hefur verið endurhannaður frá toppi til táar og býður nú upp á meira pláss, þægindi og notagildi. Með áræðnari og meira afgerandi hönnun ásamt frábæru úrvali snjalltækni er þessi uppfærði Santa Fe til í ný ævintýri.

Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
 1. Mynd af eiginleikum nýs, sjö sæta Hyundai Santa Fe-tengiltvinnbíls.

  Tengstu því besta úr báðum heimum.

  Rafknúinn þegar þú vilt það. Bensínknúinn þegar þú þarft það. Þegar rafhlaðan er tóm tekur sparneytin bensínvélin við. Njóttu sveigjanleika í drægi.

 2. Áræðin ný hönnun.

  Snilldarleg samþætting kraftmikils yfirbragðs og rennilegrar fágunar einkennir breytta hönnun að innan sem utan sem á sér enga sína líka í flokki jeppa.

 3. Mynd af öryggisbúnaði og akstursaðstoðarkerfum í nýjum Hyundai Santa Fe-tengiltvinnbíl.

  Nýjasti öryggisbúnaðurinn.

  Fyrsta flokks öryggisbúnaði og háþróuðum akstursaðstoðarkerfum Santa Fe-tengiltvinnbíls svipar til þeirra sem finna má í lúxusútfærslum bíla keppinautanna.

  Hvað er PHEV?

  Santa Fe PHEV, sem kom á markað í byrjun árs 2021, skilar 265 hö. og býður upp á akstur á rafmagni með einum takka. Þegar rafhlaðan er tóm tekur fullkomlega samhliða hybrid-kerfið við sem þýðir að ekið er á bensínvélinni, rafmótornum eða hvoru tveggja. Þú kemst eins langt og þú þarft. Og þegar þangað er komið geturðu stungið bílnum í samband.

  Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
  1. Skýringarmynd af drægi í akstri á rafmagni í nýjum Hyundai Santa Fe-tengiltvinnbíl.

   Rafmagnsdrægni + sveigjanleiki.

   PHEV er fullkomin málamiðlun. Hann er með nægt drægi á rafmagni fyrir flestar styttri ferðir og sveigjanleiki bensínvélar á lengri leiðum.

  2. Mynd af grænum aksturseiginleikum nýs, sjö sæta Hyundai Santa Fe-tengiltvinnbíls.

   Enginn útblástur í EV-stillingu.

   Rafknúinn akstur með einum takka. Þegar rafhleðslan er orðin of lág til að halda áfram í rafknúnum akstri getur bíllinn haldið sjálfkrafa áfram í tvinnstillingu.

  3. Mynd af samvinnu rafmótors og bensínvélar í nýjum Hyundai Santa Fe-tengiltvinnbíl.

   Farðu lengra á bensínlítranum.

   Í tvinnstillingu vinna rafmótorinn og bensínvélin saman til að skila einstakri sparneytni og minni útblæstri.

   Mynd af nýjum, sjö sæta Hyundai Santa-tengiltvinnbíl í hleðslu fyrir utan hús.

   Sparneytni með rafmagni.

   Njóttu rafknúins aksturs og einstakrar sparneytni – þökk sé hugvitsamlegri PHEV-aflrás.

   Mynd af bílstjóra nýs, sjö sæta Hyundai Santa Fe-tengiltvinnbíls að nota stafræna mælaskjáinn.

   Uppfærðir tengimöguleikar.

   Njóttu tengingar og afþreyingar. Upplifðu allt það nýjasta í tengimöguleikum.

   Mynd af innanrými í nýjum, sjö sæta Hyundai Santa Fe-tengiltvinnbíl með aftursætin lögð niður.

   Njóttu dýrindis þæginda.

   Meira rými, aukin þægindi og meira notagildi í samanburði við eldri gerð.

   Mynd af nýjum, sjö sæta Hyundai Santa Fe-tengiltvinnbíl sem er ekið í gegnum hlið á innkeyrslu.

   Öryggi.

   Njóttu öryggis með fyrsta flokks öryggisbúnaði og framúrskarandi akstursaðstoðarkerfum.

   7 ára ábyrgð.

   Eins og allir aðrir Hyundai-bílar er nýr Santa Fe PHEV smíðaður samkvæmt ströngustu gæðastöðlum. Til viðbótar þessari gæðatryggingu fylgir honum sjö ára ábyrgð til að þú getir notið lífsins, án þess að hafa áhyggjur af bílnum. Auk þess er afkastamikil LiPo-rafhlaðan með átta ára eða 160.000 km ábyrgð, hvort sem kemur fyrr. Aktu um áhyggjulaus með eina bestu ábyrgð sem fyrirfinnst í bílaiðnaðinum – sem staðalbúnað.

   Mynd af nýjum, sjö sæta Hyundai Santa Fe tengiltvinnbíl sem ekur eftir skógarvegi.
   Ábyrgð fyrir 7 ár og 8 ára rafhlöðunotkun frá Hyundai
   Skýringarmynd af Euro 6d-losunarstaðlinum fyrir nýjan Hyundai Santa Fe Hybrid.

   Vélartækni framtíðarinnar.

   Allar nýskráðar Hyundai-gerðir með bensínvélar í Evrópu uppfylla Euro 6d-losunarstaðla. Dísilvélar fylgja svo í kjölfarið á þessu ári.

   Uppgötvaðu alla kosti þessa sjö sæta jeppa.

   Vinsælasti jeppinn okkar í Evrópu, nýr Santa Fe PHEV, er ekki bara stærri heldur líka betri. Upplifðu meira pláss og meiri snjalltækni á borð við fyrsta flokks tengimöguleika og öryggisbúnað. Kynntu þér þetta nánar undir smámyndunum hér að neðan.