Stærri. Áræðnari. Sparneytnari.

Með nýrri og kraftmikilli hybrid-aflrás og uppfærðri hönnun er vinsælasti jeppinn okkar í Evrópu orðinn rúmbetri og flottari ásamt því að koma þér lengra á hverjum bensínlítra. Uppfærður með áræðnari og meira afgerandi hönnun. Mætir sterkur til leiks með nýjustu snjalltækni.

Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
 1. Mynd af fyrsta flokks hybrid-vél í nýjum, sjö sæta Hyundai Santa Fe Hybrid.

  Hybrid-aflið skilar frábærri sparneytni.

  Öflug samþætting bensínvélar með forþjöppu og rafmótors með rafhlöðu gerir Santa Fe Hybrid ótrúlega sparneytinn.

 2. Mynd af framhluta sjö sæta Santa Fe Hybrid sem státar af nýrri hönnun.

  Fáguð ný hönnun.

  Í djarfri og framúrstefnulegri uppfærslu á hönnun bílsins blandast sterklegt yfirbragð rennilegri fágun sem vekur eftirtekt í flokki sambærilegra bíla.

 3. Mynd af nýjum Hyundai Santa Fe Hybrid, tekin ofan frá, sem sýnir akstursaðstoðarkerfin.

  Fyrsta flokks öryggi.

  Fyrsta flokks öryggisbúnaði og akstursaðstoðarkerfum Santa Fe Hybrid svipar til þeirra sem finna má í lúxusútfærslum bíla keppinautanna.

  Hvað er hybrid?

  Nýr Santa Fe Hybrid er bæði með bensínvél og rafmótor. Þau vinna hnökralaust saman með fulltingi öflugrar LiPo-rafhlöðu við að tryggja einstaka sparneytni og draga úr útblæstri. Endurheimtarkerfi hemlaorku hjálpar svo til við að hægja á bílnum, hleður rafhlöðuna og býður upp á rafmagnaðan akstur.

  Mynd sem sýnir staðsetningu bensínvélarinnar og rafmótorsins í sjö sæta Hyundai Santa Fe hybrid.
  Mynd af nýjum, sjö sæta Hyundai Santa Fe Hybrid sem ekur í gegnum göng.

  Hybrid-sparneytni.

  Framsækna hybrid-aflrásin í nýjum Santa Fe býður upp á einstaka sparneytni.

  Mynd af innanrými í nýjum, sjö sæta Hyundai Santa Fe Hybrid þar sem kona situr við stýrið og ekur í borg.

  Uppfærðir tengimöguleikar.

  Njóttu tengingar og afþreyingar. Upplifðu allt það nýjasta í tengimöguleikum og tækni.

  Lítil stúlka sest í aftursætið á nýjum, sjö sæta Santa Fe Hybrid.

  Njóttu dýrindis þæginda.

  Meira rými, aukin þægindi og meira notagildi í samanburði við eldri gerð.

  Mynd af nýjum Hyundai Santa Fe Hybrid, tekin ofan frá, sem sýnir akstursaðstoðarkerfin.

  Öryggi.

  Njóttu öryggis með fyrsta flokks öryggisbúnaði og framúrskarandi akstursaðstoðarkerfum.

  7 ára ábyrgð.

  Eins og allir aðrir Hyundai-bílar er nýr Santa Fe Hybrid smíðaður samkvæmt ströngustu gæðastöðlum. Til viðbótar þessari gæðatryggingu fylgir honum sjö ára ábyrgð til að þú getir notið lífsins, án þess að hafa áhyggjur af bílnum. Auk þess er afkastamikil LiPo-rafhlaðan með átta ára eða 160.000 km ábyrgð, hvort sem kemur fyrr. Aktu um áhyggjulaus með eina bestu ábyrgð sem fyrirfinnst í bílaiðnaðinum – sem staðalbúnað.

  Mynd af nýjum, sjö sæta Hyundai Santa Fe Hybrid sem lagt er fyrir framan glæsilegt hús.
  Ábyrgð fyrir 7 ár og 8 ára rafhlöðunotkun frá Hyundai
  Skýringarmynd af Euro 6d-losunarstaðlinum fyrir nýjan Hyundai Santa Fe Hybrid.

  Vélartækni framtíðarinnar.

  Allar nýskráðar Hyundai-gerðir með bensínvélar í Evrópu uppfylla Euro 6d-losunarstaðla. Dísilvélar fylgja svo í kjölfarið á þessu ári.

  Uppgötvaðu alla kosti þessa sjö sæta jeppa.

  Vinsælasti jeppinn okkar í Evrópu, nýr Santa Fe Hybrid, er ekki bara stærri heldur líka betri. Upplifðu meira pláss og meiri snjalltækni á borð við fyrsta flokks tengimöguleika og öryggisbúnað. Kynntu þér þetta nánar undir smámyndunum hér að neðan.