Búnaður.
Kynntu þér eiginleika nýs Hyundai KONA Hybrid.
Framúrskarandi tækni.
Nýr Kona Hybrid er með alla þá snjalltækni sem þú þarft til að sinna annasömu lífi, allt frá nýjustu tengimöguleikum til fyrsta flokks, umfangsmikilla öryggiseiginleika. Ekki má gleyma sérlega sparneytinni hybrid-aflrás.
Afköst
Meiri spenna. Minni útblástur.
Blanda sem sést ekki oft: hybrid og fjör. Þessi sportlegi bíll er með sérhannaða bensínvél með beinni innspýtingu og rafmótor með rafhlöðu sem saman skila framúrskarandi afkastagetu með 141 ha. og 265 Nm togi. Þegar sex þrepa sportlegri DCT-sjálfskiptingu er bætt við ofangreint er útkoman lífleg akstursupplifun með nægu togi þegar þess er helst þörf.
Orkuflæði.
Allt eftir aðstæðum hverju sinni skiptir KONA Hybrid hnökralaust á milli þess að nota bensínvélina og rafmótorinn, og notar stundum bæði í senn. Endurheimtarkerfi hemlaorku hleður rafhlöðuna með því að nota rafmótorinn til að hægja á bílnum. Orkan sem er geymd í rafhlöðunni er svo notuð til að knýja rafmótorinn sem hjálpar til við að knýja bílinn við hröðun, þegar ekið er upp brekku eða við hægan akstur. Eftirfarandi teiknimyndir sýna þetta flókna orkuflæði.
Eldsneytissparnaður og dregið úr útblæstri: ECO-DAS.
Fyrirtaks sparneytni og lítil losun koltvísýrings næst með aðstoðarkerfi fyrir vistakstur (ECO-DAS). Þegar leið er slegin inn í leiðsögukerfið greinir þetta forstillingarkerfi fyrir orkustjórnun leiðina og nýtir gögn um legu vegarins til að setja saman bestu blönduna af rafafli og bensínafli. Rennsliseiginleikinn upplýsir ökumanninn einnig um það þegar akstursskilyrði sem krefjast hraðaminnkunar eru í aðsigi til að draga úr eldsneytisnotkun.
Öryggi
Nýjasta öryggistækni og hugvitssamleg aðstoðarkerfi fyrir ökumann.
Kona Hybrid hefur fengið öryggisuppfærslu til að standa vörð um það sem er mikilvægast, öryggi ástvina þinna. Með háþróuðu Hyundai SmartSense-akstursaðstoðarkerfunum í Kona Hybrid færðu það nýjasta í öryggis- og akstursaðstoðarbúnaði og öðlast meiri hugarró.
Tengimöguleikar
Nýjungar í tengimöguleikum og þægindum.
Allur stafrænn tæknibúnaður í Kona Hybrid hefur verið uppfærður í nýjustu snjalltækni. Þráðlaus speglun snjallsíma og nýjasti tengibúnaður á borð við Bluelink® Connected Car Services gerir þér kleift að stjórna bílnum með snjallsímanum – eða röddinni. Ókeypis fimm ára áskrift að Hyundai LIVE Services fylgir með leiðsögukerfi fyrir 10,25" breiðskjá.
Bluelink® Connected Car Services.
BlueLink® Connected Car Services býður upp á hnökralausa tengingu við Kona Hybrid með raddstýringu og ýmsum búnaði sem gerir aksturinn þægilegri og ánægjulegri. Þá gerir Bluelink-forritið þér kleift að stjórna ótal snjöllum eiginleikum. Leiðsögukerfinu fylgir fimm ára áskrift að Huyndai LIVE Services.
Bluelink®-snjallsímaforritið.
Stjórnaðu bílnum þínum beint úr lófanum. Bluelink-forritið tengir þig við bílinn í gegnum snjallsímann svo þú getur gert allt frá því að læsa hurðunum til þess að athuga eldsneytisstöðu, forhita bílinn á köldum dögum og ótal margt fleira. Lestu áfram til að fá frekari upplýsingar.
Þægindi
Njóttu úrvalsþæginda.
Hvað þægindi varðar býr Kona Hybrid yfir fjöldanum öllum af nýstárlegum fagurfræðilegum og tæknilegum lausnum til að bíllinn geti boðið upp á allt það nýjasta í þægindum og virkni, líka fyrir farþega í aftursætum. Þar á meðal eru upphituð sæti og USB-tengi í annarri sætaröð.
Stemningslýsing.
Ný stemningslýsing lýsir upp endurhannaðan miðstokk og fótrými og leggur þar með áherslu á fágað yfirbragð innanrýmisins.
Kynntu þér nýjan KONA Hybrid nánar.