Hybrid í hæstu hæðum.

Nýr og einstakur Kona Hybrid hefur nú gengið í gegnum umfangsmikla endurhönnun, Hann skartar stílhreinni og fágaðri línum sem auka enn á áræðið útlitið – og sker sig úr í flokki sambærilegra bíla.

Ytra byrði

Enn glæsilegra útlit.

Ný og áberandi hönnun á ytra byrði sker sig úr með stílhreinni fágun og einstökum hlífðarklæðningum. Ílöng vélarhlífin nær að skörpum línum grillsins sem er breitt og voldugt og ljær nýjum Kona Hybrid kraftmikið útlit. LED-dagljós vísa veginn framundan.

Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
 1. Framhluti Hyundai Kona Hybrid með áherslu á kraftmikil einkenni og einstakan stíl.

  Að framan.

  Nýr stuðarinn flæðir mjúklega inn í klæðninguna á brettaköntunum og myndar einstakt og umlykjandi brynvarið belti undir grillinu.

 2. Hyundai Kona Hybrid frá hlið með sportlegum útlínum.

  Að innan.

  Sportlegar útlínurnar eru undirstrikaðar með sjónrænni tengingu á milli axlafellinganna og skarpa og stílhreina framhlutans.

 3. Mynd af nýrri og kraftmikilli hlíf á afturstuðara Hyundai Kona Hybrid.

  Að aftan.

  Nýi afturstuðarinn fylgir hönnunarhugmyndinni um brynvörn sem er áberandi á hliðum og að framan – og er auðkennd með nýrri, kraftmikilli og sanseraðri hlíf.

  Tjáðu þig. Þinn bíll. Þínir litir.

  Í nýjum Kona Hybrid geturðu blandað saman hönnun sem hentar þínum persónulega stíl. Sex nýir litir á ytra byrði hafa bæst við úrvalið og þú getur nú valdið um 10 glæsilega liti að utan á þínum Kona. Að auki hefurðu val um tveggja tóna þak og samlit, svört speglahús sem gera þér kleift að sérsníða litasamsetningarnar enn frekar og skapa fullkominn bíl fyrir þinn smekk.

  Innanrými

  Framúrskarandi tengimöguleikar í bland við fáguð þægindi.

  Nýja innanrýmið í Kona er nútímalegra og fágaðra en í forveranum með áherslu á fjölhæfni, þægindi og tengingu við umheiminn. Sterkbyggður en jafnframt fágaður – nýja hönnunin er í stíl við glæsilegt yfirbragðið og hentar athafnasömum fullkomlega. Og þegar kemur að snjalltækni geturðu valið úr öllu því nýjasta í tengimöguleikum og þægindum.

  Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
  1. 10,25" stafrænn mælaskjár.

   Glæsilegur, 10,25 tommu stafrænn mælaskjárinn undirstrikar hátæknilegt innanrýmið. Litasamsetningin breytist eftir því hvaða akstursstilling er valin: Eco eða Sport. Skífan hægra megin birtir upplýsingar um hybrid-aflrásina á borð við stöðu hleðslunnar og orkunotkun.

  2. Nýr 10,25" snertiskjárinn í Hyundai Kona Hybrid veitir einstaklega auðvelt aðgengi að búnaði bílsins.

   10,25“ snertiskjár.

   Með 10,25“ snertiskjánum er auðvelt að nálgast eiginleika bílsins, upplýsingar, leiðsögn og uppáhalds öppin þín og tónlist í gegnum snjallsímaspeglun.

  3. Nýja stemningslýsingin í miðstokknum og fótrýminu í Hyundai Kona Hybrid.

   Nútímalegar hönnunaráherslur í innanrýminu.

   Einn af hápunktum hönnunar í innanrýminu er stemningslýsingin sem lýsir upp miðstokkinn og fótrýmið í Kona Hybrid.

   Nýir litir í innanrými.

   Í nýjum Kona má velja á milli smekklegra lita og efna. Í boði eru svartar eða tveggja tóna ljósdrapplitaðar klæðningar í innanrými sem og brúndrapplitaðar leðurklæðningar.

   Kynntu þér nýjan KONA Hybrid nánar.