KONA Hybrid.
Á uppleið.
Hybrid á nýju stigi.
Nýr Kona hefur verið endurnýjaður og endurskilgreindur. Verðlaunuð hönnun forverans hefur verið uppfærð með nýjum hönnunaráherslum, framúrskarandi tengimöguleikum og öryggisbúnaði.
Helstu atriði.
Nýr Kona Hybrid sameinar fallegt útlit og stórkostlega sparneytni sem þakka má hugvitssamlegri Hybrid-aflrásinni. Þessi fjölhæfi fólksbíll hefur verið uppfærður með nýjum og rennilegum hönnunaráherslum sem og nýjustu snjalltækni á borð við framúrskarandi akstursaðstoðarkerfi og tengibúnað. Hann kemur þér lengra og á minna eldsneyti.
Hvað er hybrid?
Nýr Kona Hybrid er bæði með bensínvél og rafmótor. Þau vinna saman með fulltingi öflugrar rafhlöðu við að tryggja sparneytni og draga úr útblæstri. Hnökralaust er skipta á milli vélarinnar og rafmótorsins og stundum eru bæði notuð í einu. Endurheimtarkerfi hemlaorku hjálpar svo til við að hægja á bílnum og hleður rafhlöðuna um leið.
KONA og KONA-rafbíll.
Eftir þínum þörfum. Nýr Kona er fáanlegur sem Hybrid en einnig með öðrum rafknúnum aflrásum, þar á meðal með 48 volta samhliða hybrid-kerfi og sem rafbíll. Og ef þú ert að leita að sportlegra útliti en verðlaunahönnun Kona státar af þá er kraftmikið útlit N Line í anda akstursíþróttabíla nú loksins í boði fyrir Kona.
7 ára ábyrgð.
Eins og allir aðrir Hyundai-bílar er nýr Kona Hybrid smíðaður samkvæmt ströngustu gæðastöðlum. Til viðbótar þessari gæðatryggingu fylgir honum sjö ára ábyrgð til að þú getir notið lífsins, án þess að hafa áhyggjur af bílnum. Auk þess er afkastamikil LiPo-rafhlaðan með átta ára eða 160.000 km ábyrgð, hvort sem kemur fyrr. Aktu um áhyggjulaus með eina bestu ábyrgð sem fyrirfinnst í bílaiðnaðinum – sem staðalbúnað.

Kynntu þér nýjan KONA-hybrid nánar.