Nýtt útlit á vinsæla rafbílnum.

Nýr og einstakur Kona-rafbíll hefur gengið í gegnum umfangsmikla endurhönnun. Hann skartar nú stílhreinni og fágaðri línum sem auka enn á áræðið útlitið – og sker sig úr í flokki sambærilegra bíla.

Ytra byrði

Stílhreinn og fagurlega mótaður.

Stílhreinn og fágaður Kona-rafbíll er orðinn enn straumlínulagaðri og sportlegri – án þess að glata rúmgóðu og ævintýralegu yfirbragðinu. Endurhönnunin einkennist af sléttum, straumlínulöguðum formum og mótuðum línum sem flæða á samræmdan hátt inn í samlita áferð klæðningarinnar á brettaköntunum og sérhannaðar 17" felgurnar.

Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
 1. Nýr Hyundai Kona-rafbíll sem státar af einstöku grilli.

  Flæðandi og straumlínulöguð hönnun.

  Flæðandi framhlutinn er ólíkur öllum öðrum á veginum. Einkennandi, lokað grillið gefur tóninn fyrir stílhreinar línur sem draga úr loftmótstöðu.

 2. Framhluti Hyundai Kona-rafbíls með skörpum dagljósum.

  Framhlutinn.

  Áberandi, lokað grillið flæðir inn í nýju einkennandi LED-aðalljósin og skörpu dagljósin teygja sig glæsilega inn á hliðina.

 3. Hliðarmynd af nýjum Hyundai Kona-rafbíl með sportlegum útlínum.

  Hliðin.

  Sportlegar útlínurnar eru undirstrikaðar með sjónrænni tengingu á milli afturhlutans og skarps og stílhreins framhluta bílsins.

 4. Mynd af afturhluta nýs Hyundai Kona-rafbíls sem sýnir nýjan afturstuðara og hlíf.

  Afturhlutinn.

  Straumlínulagað hönnunarþemað er einnig greinilegt á afturstuðaranum og nettum LED-afturljósunum.

  Þinn bíll. Þínir litir.

  Í nýjum Kona-rafbíl færðu að blanda saman hönnun sem hentar þínum persónulega stíl. Nú eru níu nýir litir í boði á ytra byrðið og því geturðu valið úr alls sautján litum til að fullkomna útlit bílsins. Að auki eru sumir yfirbyggingarlitir í boði með áherslulit á þaki og samlitum hliðarspeglahúsum í svörtu eða krítarhvítu. Það gerir þér kleift að sérsníða útlitið enn frekar og skapa fullkominn bíl fyrir þinn smekk.

  Litaúrval Hyundai Kona-rafbíls með sex nýjum litum.

  Innanrými

  Rúmgóður, tengdur og fjölhæfur.

  Nýi KONA-rafbíllinn er bæði rúmgóður og fjölhæfur og gerir engar málamiðlanir þegar kemur að plássi í innanrýminu. Hallaðu þér aftur og njóttu, það er nóg pláss fyrir fimm fullorðna. En það er líka áhersla á smáatriðin sem gerir hann svona sérstakan. Saman fara ótrúleg þægindi og gæðaefni alls staðar sem veita þér tilfinningu fyrir fágun.

  Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
  1. Bjartur 10,25" mælaskjárinn í Hyundai Kona-rafbíl með stillt á Eco-stillingu.

   Bjartur 10,25" stafrænn mælaskjár.

   Nýi 10,25" stafræni mælaskjárinn í ökumannsrýminu undirstrikar hátæknilegt innanrýmið og birtir mikilvægar akstursupplýsingar sem ökumaður á auðvelt með að sjá. Skífan hægra megin birtir upplýsingar um rafmagnsaflrásina á borð við stöðu hleðslunnar og orkunotkun.

  1. 1
  Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
  1. Mynd af akstursstillingum í nýjum Hyundai Kona-rafbíl.

   Breyttu stillingunni eftir þínu höfði.

   Veldu þá akstursstillingu sem hentar aðstæðum hverju sinni eða stemningunni! Með einni snertingu geturðu sniðið aksturseiginleika Kona-rafbíls að þínum þörfum. Litaþema 10,25" stafræna mælaskjásins breytist eftir því hvaða akstursstilling er valin. Veldu á milli Comfort-, Eco- eða Sport-stillingar. Einnig er hægt að velja notendaviðmót með Cube-hönnun sem er valbúnaður.

  1. 1
  Aðalvalmynd 10,25" snertiskjásins í Hyundai Kona-rafbílnum.

  10,25" snertiskjár.

  Með 10,25" snertiskjánum er auðvelt að nálgast búnað bílsins, upplýsingar, afþreyingu og leiðsögn ásamt eftirlætisforritunum þínum og -tónlistinni í gegnum speglun fyrir snjallsíma.

  Flunkunýir og ferskir litir í innanrýmið.

  Í Kona-rafbílnum má velja á milli smekklegra lita og efna. Annars vegar er í boði svart innanrými með tauáklæði, leðuráklæði eða blöndu beggja og hins vegar grátt innanrými í tveimur tónum með leðuráklæði eða blöndu taus og leðurs á sætum.

  Svart innanrými Hyundai Kona-rafbíls.

  Svartur.

  Fínlegt og rákótt mynstur prýðir svarta sætisáklæðið. Tau- og leðurblandaða sætisáklæðið er með eftirtektarverðu geómetrísku mynstri. Einnig er hægt að velja sætisáklæði úr götuðu leðri.

  Innanrými Hyundai Kona-rafbíls í gráum tveggja tóna lit.

  Grár tveggja tóna litur.

  Kona-rafbíllinn er einnig í boði með gráu tveggja tóna innanrými með leðuráklæði eða blöndu taus og leðurs á sætum.

  Kynntu þér nýjan KONA-rafbíl nánar.