KONA EV.
Á uppleið. Rafmagnaður.
Framtíð sem ekki þarf að bíða eftir.
Hún er komin. Núna. Rennilegri og fágaðri Kona-rafbíll státar af endurbættri hönnun, nýjustu snjalltækni og allt að 484 km(1) drægi á einni hleðslu. Styttri afhendingartími í Evrópu gerir það að verkum að það hefur aldrei verið auðveldara að rafvæðast.
Kynntu þér nýjan KONA-rafbíl.
Við hjá Hyundai erum drifin áfram af þeirri löngun að knýja framfarir fyrir mannkynið með því að smíða ökutæki sem líta betur út og ná lengra. Á borð við Kona-rafbílinn með sinni hrífandi hönnun og fjölhæfni. Kynntu þér betur þennan einstaka rafbíl.
Hvað er rafbíll?
Rafbíll á borð við Kona-rafbílinn notar ekki brennanlegt eldsneyti og er útblásturslaus. Þar sem rafbílar eru hvorki með kúplingu né gíra minnkar viðhaldskostnaður og þökk sé 395 Nm togi taka þeir leiftursnöggt af stað. Þýð og skjót hröðun er ávísun á öflugan og spennandi akstur.
KONA og KONA Hybrid.
Eftir þínum þörfum. Nýr Kona er fáanlegur sem rafbíll en einnig með öðrum rafknúnum aflrásum, þar á meðal með 48 volta samhliða hybrid-útfærslu og hybrid-útfærslu. Og ef þú ert að leita að sportlegra útliti en verðlaunahönnun Kona státar af þá er kraftmikið útlit N Line í anda akstursíþróttabíla nú loksins í boði fyrir Kona.
7 ára ábyrgð.
Eins og allir Hyundai-bílar eru KONA-rafbílarnir smíðaðir samkvæmt ströngustu gæðastöðlum. Til viðbótar þessari gæðatryggingu fylgir honum sjö ára ábyrgð til að þú getir notið lífsins, án þess að hafa áhyggjur af bílnum. Auk þess er afkastamikil LiPo-rafhlaðan með átta ára eða 160.000 km ábyrgð, hvort sem kemur fyrr. Aktu um áhyggjulaus með eina bestu ábyrgð sem fyrirfinnst í bílaiðnaðinum – sem staðalbúnað.

Kynntu þér nýjan KONA rafbíl nánar.