I30 Wagon N Line er mættur.

Kraftmikið útlit N Line, innblásið af akstursíþróttabílum, er nú loksins í boði í nýjum i30 Wagon. Fagurlega mótaður skartar hann stílhreinni hönnun sem vekur athygli – og fullkomlega aðlagaður að þínum þörfum í innanrýminu.

Ytra byrði

Fyrir sportleg ævintýri.

Uppfærði i30 N Line-útlitspakkinn er nú enn djarfari og kraftmeiri á nýjum i30 Wagon. Neðra miðgrillið er miðpunktur stuðarasvæðisins og undirstrikar ævintýralegan anda Wagon. Hliðaropin skarta fljótandi vængjum sem draga úr loftmótstöðu. Kraftmikil N Line-hönnunin lífgar upp á afturhluta i30 Wagon.

Mynd af framhluta Hyundai i30 N Line Wagon, sjónarhorn frá farþegasæti frammi í.

Djarfur framhluti.

Neðra miðgrillið á i30 N Line er orðið voldugra og er miðpunktur stuðarasvæðisins. Ný hönnun aðalljósa undirstrikar kröftuga stöðu bílsins.

Mynd af hliðinni Hyundai i30 Wagon aftan frá, bílstjóramegin.

Kraftmikill afturstuðari.

Breiðir dreifararnir ásamt krómuðum tvöföldum útblástursrörum bera krafti og sportlegum eiginleikum bílsins vitni.

Innanrými

Fágun sem keyrir upp púlsinn.

Nýr i30 Wagon N Line er með N Line-sportsætum, stýri með götuðu leðuráklæði og fótstig úr ryðfríu stáli, sem fyllir þig eftirvæntingu fyrir ævintýrunum sem eru í vændum.

Nærmynd af leðurklæddu stýri í nýjum Hyundai i30 N Line Wagon

Leðurklætt N Line-stýri.

N Line-stýrið er klætt glæsilegu, götuðu leðri og sameinar þægindi og stjórn.

Nærmynd af sportsætunum í nýjum Hyundai i30 N Line Wagon

N Line sportsæti.

Þú ert við stjórnvölinn í þægilegum N Line sportsætum með rafdrifnum lendastuðningi og útdraganlegum sætispúðum.

Kynntu þér nýjan i30 Wagon nánar.

Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
  1. 1
  2. 2
  3. 3