Uppfærður að innan sem utan.

i30 hefur löngum státað af sígildu öryggi. Með uppfærðri hönnun að framan, aftan og að innan er öruggt að nýjasta kynslóð i30 uppfyllir allar hönnunaróskir kröfuharðra ökumanna.

Sagan

Frá fyrstu skissu til fullunninnar vöru.

Fyrsta stig ferlisins snýst um hönnunina. Á þessu stigi felst áskorunin í því að velja leiðandi strauma sem hrífa ekki aðeins í dag heldur um ókomna tíð. Hyundai fylgist vel með tískustraumum og neyslumynstri á hverjum stað víða um heim, í því skyni að skapa frumlegar myndir og hugmyndir.

Skissa af hönnun nýs Hyundai i30.

„Nýr i30 hefur mjög alþjóðlega skírskotun, þökk sé úrvali ólíkra útfærslna á yfirbyggingum, aflrásum, öryggiskerfum og tengimöguleikum.“

- Richard Haleš markaðssérfræðingur -

Ytra byrði

Smart, stílhreinn og tilbúinn í hvað sem er.

Verðlaunahönnun ytra byrðis i30 hefur verið uppfærð með fjölda nýrra og stílhreinna hönnunarþátta. Framhlutinn er einkennandi fyrir nútímalegri stöðu i30. Afturhlutinn ber fágun i30 vitni.  Og með þrjá nýja liti að utan hefur aldrei verið jafn auðvelt að hanna bílinn eftir eigin höfði.

Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
 1. Mynd af framhluta Hyundai i30, hægra megin.

  Afgerandi stuðari og grill.

  Breiðari og nútímalegri staða i30 undirstrikar kraftmikið útlit bílsins. Þrívíddarmynstrið á grillinu kallar fram ímynd áreiðanleika og snerpu.

 2. Mynd af framhluta Hyundai i30 með áherslu á nýjan hönnun aðalljósanna.

  Ný hönnun aðalljósanna vekur eftirtekt.

  Ný og stílhrein ljósahönnunin er fáanleg með sambyggðum V-laga dagljósum og nettari aðalljósum með nýjustu LED-tækninni.

 3. Hliðarmynd af nýjum Hyundai i30 sem vekur athygli á öflugri áherslulínu bílsins.

  Öflug áherslulína.

  Lögunin er stílhrein og einkennist af fágaðri áherslulínu sem liggur frá aðalljósum að afturljósasamstæðu.

 4. Nákvæm mynd af endurhönnuðum 17 tommu álfelgum á nýjum Hyundai i30.

  Álfelgur með demantshönnun.

  Endurhannaðar 16 eða 17 tommu álfelgur með demantshönnun eru valbúnaður í nýjum i30.

  360°

  0%
   Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
   1. Þakgluggi.

    Stór og breiður þakgluggi sem hægt er að halla og eykur á tilfinninguna um opið og rúmgott farþegarými.

   2. Mynd af vinstri hlið Hyundai i30 að aftan.

    Ný stuðarahönnun.

    Neðri lína stuðarans skartar nýrri hönnun sem einkennist af tvöföldum krómuðum skábrúnum.

   3. Mynd af afturhluta nýs Hyundai i30 með áherslu á LED-afturljósasamstæðuna.

    Afturljósasamstæða.

    LED-afturljósasamstæðan kallast á við V-laga dagljósin að framan og myndar samhverfu ásamt því að tryggja hámarks yfirsýn og öryggi.

    Stíllinn þinn.

    Með val um 9 liti á ytra byrði velur þú útlitið fyrir nýja i30-bílinn þinn.

    Innanrými

    Fágaður, þýður og þægilegur.

    Ný og einstök hönnunin á Hyundai i30 nýtur sín einnig í innanrýminu. Falleg smáatriði og yfirborðsfletir úr hágæðaefnum bíða þín í endurbættu innanrýminu. Nýir litir, valkostir um sætishlífar og nýjasta margmiðlunartæknin gera aksturinn öruggan og þægilegan.

    Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
    1. 7“ stafrænn mælaskjár.

     Nýi 7“ stafræni mælaskjárinn gerir ökumannsrýmið enn hátæknilegra og birtir mikilvægar akstursupplýsingar sem ökumaður á auðvelt með að sjá. Þú getur breytt skjánum eftir óskum: Hægt er að birta hraðann á stafrænan hátt og sýna orkuflæði (aðeins 48 V), leiðsagnarupplýsingar eða virka SmartSense-eiginleika.

    1. 1
    Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
    1. Þrír akstursstillingarlitir.

     Breyttu stillingunni eftir stemningu hverju sinni. Stafræni mælaskjárinn skiptir um liti og myndefni eftir valinni akstursstillingu. Blár eins og á myndinni er fyrir Normal, grænn fyrir Eco og appelsínugulur fyrir sportstillingu.

    1. 1
    Kona notar 10,25 tommu snertiskjáinn í nýjum Hyundai i30.

    Stærri snertiskjár.

    10,25 tommu snertiskjárinn veitir greiðan aðgang að eiginleikum bílsins, upplýsinga- og afþreyingarkerfinu, leiðsögukerfinu og snjallsímaforritum.

    Endurhönnuð loftunarop á nýjum Hyundai i30.

    Fáguð loftunarop.

    Uppfærð loftunarop auka á tilfinninguna um rými í fáguðu farþegarýminu.

    Þægilegir armpúðar í nýjum Hyundai i30.

    Útdraganlegir armpúðar að framan.

    Hægt er að færa armpúðann fram og til baka eftir þörfum. Þegar hlífinni sem er á hjörum er lyft upp kemur geymsluhólf í ljós.

    Kynntu þér nýjan Hyundai i30 betur.

    Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
    1. 1
    2. 2
    3. 3