Búnaður.
Skoðaðu búnað nýs i20.
Framúrskarandi búnaður tryggir ánægjulegan akstur.
Nýjum i20 fylgir framúrskarandi búnaður í öllum mikilvægustu flokkunum: Fyrsta flokks sparneytni, afköst og mikil þægindi gera það að verkum að bíllinn sker sig úr flokki sambærilegra bíla.
Afköst
Fleiri aflrásir. Meiri sparneytni.
Veldu um fjórar einstakar vélarútfærslur: Efst í línunni er 100 eða 120 hö. 1,0 T-GDi bensínvél. Hana má fá með 48 volta samhliða hybrid-kerfi, annaðhvort sem aukabúnað með 100 hö. eða staðalbúnað með 120 hö. Hybrid-bíll með samhliða kerfi skilar 3–4% minni eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings. Einnig er í boði 84 hö 1,2 lítra MPi-bensínvél.
48 V aflrás með samhliða hybrid-kerfi.
Sparaðu eldsneyti og dragðu úr losun með 48 V samhliða hybrid-kerfi i20. Kerfið vinnur með eldsneytisvélinni til að skila auknu togi við inngjöf.
Sjö gíra DCT-sjálfskipting.
Þú færð framúrskarandi afköst og góða stjórnun með 7 gíra DCT-sjálfskiptingu sem er í boði í i20 með 1,0 lítra vél með forþjöppu. Þannig færðu í senn öfluga akstursupplifun og mikla sparneytni. Með DCT-kerfinu má skipta mjög snöggt um gír, hvort heldur sem er með þægilegri sjálfskiptingu eða ef þú velur að taka málin í eigin hendur og skipta handvirkt um gíra.
Endurheimtarkerfi orku.
ISG-kerfi (Idle Stop & Go), AMS-stjórnunarkerfi fyrir riðstraumsrafal og hjólbarðar með litlu veltiviðnámi vinna með endurheimtarkerfi orku: þegar bíllinn er í gír og á ferð án inngjafar er hreyfiorku sem myndast við hemlun vélarinnar umbreytt í rafmagn sem veitt er í rafhlöðuna. Þetta dregur bæði úr eldsneytisnotkun og útblæstri.
Þægindi
Meira pláss. Fyrsta flokks hljóðkerfi. Ítarlegir þráðlausir tengimöguleikar.
Stærri og betri – í nýjum i20 er meira af öllu: Þráðlaus speglun símaskjás á 8" snertiskjánum og þráðlaus snjallsímahleðsla fyrir allar útfærslur af snertiskjá skila auknum þægindum. Meira rými í skottinu þýðir að þú getur tekið meira af öllu sem þú vilt með þér. Átta hátalara Bose-hljóðkerfið tryggir enn skemmtilegri ökuferðir þegar þig langar bara að hækka í botn og syngja með.
Fyrsta flokks Bose®-hljóðkerfi.
Njóttu frábærra hljómgæða með fyrsta flokks Bose®-hljóðkerfi í i20. Kerfið er með átta hátölurum og bassahátalara og fer vel með sportlegum stíl bílsins. Það skilar hljómupplifun sem er jafn kraftmikil og akstursupplifunin í i20.
Tengimöguleikar
Bestu tengimöguleikar í flokki sambærilegra bíla.
Njóttu fyrsta flokks snjalltækni með tveimur 10,25" samfelldum breiðskjáum sem hægt er að skipta upp. Með Bluelink Connected Car Services geturðu svo stjórnað bílnum með snjallsímanum – eða raddskipunum. Þessi tækni býður upp á hnökralausa tengingu við nýja i20-bílinn þinn með raddstýringu og búnaði sem gerir aksturinn þægilegri og ánægjulegri.
Bluelink® Connected Car Services.
Bluelink, Connected Car-kerfið frá Hyundai, notar innbyggða fjarvirkni til að bjóða upp á fyrsta flokks þjónustu Hyundai Live Services, svo sem upplýsingar um umferð í rauntíma eða bílastæði við götur eða annars staðar. Með Bluelink-forritinu geturðu læst og opnað nýja i20-bílinn þinn með fjarstýringu, eða fundið hann þegar þú manst ekki alveg hvar þú lagðir honum. Forritið sendir einnig viðvörun ef einhver reynir að brjótast inn. Og ef þú vilt vita hvort þrýstingur í hjólbörðum er í lagi getur það líka sagt þér það.
Öryggi
Alhliða öryggisbúnaður.
Með Hyundai SmartSense, hugvitssamlega akstursaðstoðarkerfinu okkar, býður nýr i20 upp á bestu akstursöryggistæknina í sínum flokki – sem er hönnuð til að tryggja þér aukið öryggi og hugarró. Mikið af þessum búnaði finnst vanalega ekki í flokki sambærilegra bíla.
Næsta kynslóð. Núna.
Með byltingarkenndri hönnun og fyrsta flokks öryggiskerfi. i20 vísar veginn í flokki sambærilegra bíla með framúrskarandi snjalltækni og sportlegum nýjum hönnunareinkennum. Með háþróuðum tengimöguleikum ertu alltaf í sambandi – líka á ferðinni. Nýjar aflrásir og gírskiptingar ryðja veginn fyrir fágaðri og sjálfbærri akstursupplifun.