Hannaður til að bera af.
Skoðaðu hönnun nýs Hyundai i20.
Sportlegt útlit endurskilgreint.
Kröftugar, afgerandi og sportlegar línur: Byltingarkennd hönnun Hyundai i20 færir viðmiðin í flokki sambærilegra bíla. Kraftmikið útlitið í bland við fjölda nýrra aukahluta fyrir innanrýmið gerir þér auðvelt að sníða bílinn að þínum smekk.
Ytra byrði
Fangaðu athyglina með stíl.
Nýr i20 er rennilegur og framúrskarandi bíll sem kemur með látum inn í flokk sambærilegra bíla með sportlegri nýrri hönnun. Hann er breiðari, lengri og með lægra þak en forverinn og fyrsti bíllinn í Evrópu sem sækir innblástur í hönnunarstefnu Hyundai sem einkennist af sportlegum smáatriðum – fullkominn samhljómur kraftmikilla hlutfalla, stíls og tækni.
360°
Þinn bíll. Þínir litir.
Sníddu nýjan i20 eftir þínu höfði: Í stíl við einstakar útlínur bílsins er hægt að velja um tíu töfrandi liti á ytra byrði. Tveggja tóna svart þakið setur svo punktinn yfir i-ið og ljáir i20 stílhreint og afgerandi útlit sem er einstakt – rétt eins og þú.
Innanrými
Hátæknilegt hágæðainnanrými.
Hönnuðir Hyundai hafa skapað nýtt og ferskt útlit og beitt fjölmörgum nýstárlegum fagurfræðilegum og tæknilegum lausnum til að ná fram rúmgóðu andrúmslofti og nútímalegri stemningu. Hurðirnar ramma mælaborðið glæsilega inn og skapa fallega áferð með innblæstri frá formum sem finna má í náttúrunni. Lögun hurðanna passar fullkomlega við mælaborðið og LED-stemningslýsingin gefur látlaust en fágað blátt yfirbragð í ökumannsrýminu.
Sönn fegurð kemur innan frá.
Innanrými nýs i20 hefur verið endurhannað frá toppi til táar og smellpassar við ytra byrðið sem vekur hvarvetna athygli. Fjölbreytt úrval aukabúnaðar og aukahluta gerir þér síðan kleift að sníða bílinn þinn eftir þínu höfði.
Næsta kynslóð. Núna.
Byltingakennd hönnun og fyrsta flokks öryggiskerfi. Með háþróuðum tengimöguleikum ertu alltaf í sambandi – líka á ferðinni. Nýjar aflrásir og gírskiptingar ryðja veginn fyrir fágaðri og sjálfbærri akstursupplifun. Nýr i20 setur ný viðmið í flokki sambærilegra bíla.