Sportlegt útlit endurskilgreint.

Kröftugar, afgerandi og sportlegar línur: Byltingarkennd hönnun Hyundai i20 færir viðmiðin í flokki sambærilegra bíla. Kraftmikið útlitið í bland við fjölda nýrra aukahluta fyrir innanrýmið gerir þér auðvelt að sníða bílinn að þínum smekk.

Ytra byrði

Fangaðu athyglina með stíl.

Nýr i20 er rennilegur og framúrskarandi bíll sem kemur með látum inn í flokk sambærilegra bíla með sportlegri nýrri hönnun. Hann er breiðari, lengri og með lægra þak en forverinn og fyrsti bíllinn í Evrópu sem sækir innblástur í hönnunarstefnu Hyundai sem einkennist af sportlegum smáatriðum – fullkominn samhljómur kraftmikilla hlutfalla, stíls og tækni.

360°

0%
  Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
  1. Glænýr Hyundai i20 myndaður frá hlið, með áherslu á rennilegan hliðarsvipinn.

   Glæsileg ljósahönnun.

   Samfelld LED-aðalljósin eru enn meira áberandi með skörpum dagljósunum sem tengjast afturhlutanum sjónrænt og skapa þannig einstakt útlit.

  2. Nærmynd af grilli nýs Hyundai i20

   Sportlegur á allar hliðar.

   Afgerandi framstuðarinn er rammaður inn með áberandi loftinntökum og nýju grilli með möskvahönnun sem sker sig úr frá fyrstu sýn.

  3. Nærmynd af afturljósum Hyundai i20 með Hyundai-merkinu neðst til hægri

   Einstök ljós.

   Flæðandi z-laga LED-ljósasamstæðan teygir sig yfir afturhlerann og tengir þannig saman afturljósin til að skapa einstakt útlit.

   Þinn bíll. Þínir litir.

   Sníddu nýjan i20 eftir þínu höfði: Í stíl við einstakar útlínur bílsins er hægt að velja um tíu töfrandi liti á ytra byrði. Tveggja tóna svart þakið setur svo punktinn yfir i-ið og ljáir i20 stílhreint og afgerandi útlit sem er einstakt – rétt eins og þú.

   Hægri hlið nýs djúpblás Hyundai i20 með svörtu þaki

   Tveggja tóna þak.

   Sníddu útlitið eftir þínu höfði með svart þak og val um tveggja tóna lit á ytra byrði. Hannaðu bíl sem fellur fullkomlega á þínum smekk.

   Innanrými

   Hátæknilegt hágæðainnanrými.

   Hönnuðir Hyundai hafa skapað nýtt og ferskt útlit og beitt fjölmörgum nýstárlegum fagurfræðilegum og tæknilegum lausnum til að ná fram rúmgóðu andrúmslofti og nútímalegri stemningu. Hurðirnar ramma mælaborðið glæsilega inn og skapa fallega áferð með innblæstri frá formum sem finna má í náttúrunni. Lögun hurðanna passar fullkomlega við mælaborðið og LED-stemningslýsingin gefur látlaust en fágað blátt yfirbragð í ökumannsrýminu.

   Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
   1. Bjartur 10,25" stafrænn mælaskjár.

    Nýi 10,25" stafræni mælaskjárinn gerir ökumannsrýmið enn hátæknilegra og birtir mikilvægar akstursupplýsingar sem ökumaður á auðvelt með að sjá. Þú getur breytt skjánum eftir þínum þörfum: Hægt er að sýna hraðann á stafrænan hátt og sýna orkuflæði (aðeins 48 V) eða SmartSense-eiginleika.

   1. 1
   Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
   1. Þrír akstursstillingarlitir.

    Breyttu stillingunni eftir stemningu hverju sinni. Stafræni mælaskjárinn skiptir um liti og myndefni eftir valinni akstursstillingu. Blár eins og á myndinni er fyrir Normal, grænn fyrir Eco og appelsínugulur fyrir sportstillingu.

   1. 1
   Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
   1. Mælaborðið í Hyundai i20 með nýjum láréttum blöðkum og loftunaropi farþegamegin

    Glæsilegt mælaborð.

    Rennileg blöðin gefa mælaborðinu óvenju stílhreint útlit og undirstrika mjúka og breiða hönnun framhlutans.

   2. Nærmynd af stýrinu í Hyundai i20 og 10,25" snertiskjá

    Sportlegt stýri með fjórum örmum.

    Góð tenging og stjórn með sportlegum stjórnhnöppum í stýri.

   3. Nærmynd af 10,25 tommu snertiskjá nýs Hyundai i20

    10,25" AVN-skjár.

    10,25 tommu snertiskjárinn veitir greiðan aðgang að eiginleikum bílsins, upplýsinga- og afþreyingarkerfinu, leiðsögukerfinu og snjallsímaforritum.

    Sönn fegurð kemur innan frá.

    Innanrými nýs i20 hefur verið endurhannað frá toppi til táar og smellpassar við ytra byrðið sem vekur hvarvetna athygli. Fjölbreytt úrval aukabúnaðar og aukahluta gerir þér síðan kleift að sníða bílinn þinn eftir þínu höfði.

    Nýr Hyundai i20 að ofan
    Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
    1. Nærmynd af ökumannssætinu í nýjum svörtum Hyundai i20

     Svartur.

     Tímalaus klassík: látlaus en stílhrein – sniðin að þeim sem kjósa látlaust innanrými.

    2. Nærmynd af ökumannssætinu í Hyundai i20 með svörtu og gráu áklæði

     Svart og grátt.

     Svarta og gráa áklæðið er með áherslusaumi sem endurspeglar sportlegt yfirbragð ytra byrðis bílsins.

    3. Nærmynd af ökumannssætinu í nýjum límónugrænum Hyundai i20

     Límónugrænt.

     Áherslusaumurinn í límónugræna áklæðinu er líflegur en jafnframt látlaus og ber sportlegu yfirbragði i20 vitni.

     Innanrými Hyundai i20 með LED-stemningslýsingu, séð frá aftursæti

     LED-stemningslýsing.

     Akstur að næturlagi er alltaf sérstök upplifun. Látlaus og fínstillt LED-stemninglýsingin umvefur innanrýmið og veitir notalega birtu við aksturinn.

     Aftursætin í Hyundai i20

     Hönnuð með hægindi í huga.

     Sportlegt útlit og þægindi sameinast í nýjum i20: Gæðaáklæði veitir hámarksþægindi í hverri ferð.

     Næsta kynslóð. Núna.

     Byltingakennd hönnun og fyrsta flokks öryggiskerfi. Með háþróuðum tengimöguleikum ertu alltaf í sambandi – líka á ferðinni. Nýjar aflrásir og gírskiptingar ryðja veginn fyrir fágaðri og sjálfbærri akstursupplifun. Nýr i20 setur ný viðmið í flokki sambærilegra bíla.