Ný viðmið.

Nýr i20 er kröftugur og afgerandi smábíll sem setur ný viðmið í flokki sambærilegra bíla. Auk þess að vera smekkfullur af snjalltækni, svo sem fyrsta flokks öryggiskerfi og tengimöguleikum, er hann einnig fyrsti bíllinn í Evrópu sem skartar nýrri hönnunarstefnu okkar. Njóttu.

Smella á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
  1. Mynd af vinstri hlið Hyundai i20

    Hannaður til að bera af.

    Sportlegur, glæsilegur og töfrandi: Endurskilgreind hönnunin á ytra byrði i20 með kraftmiklum útlínum fanga athyglina.

  2. Skýringarmynd sem sýnir Hyundai-skynjara fyrir hreyfingu bíls á undan

    Öryggi við akstur hefur verið endurskilgreint.

    Þessi ítarlegi öryggispakki er hannaður til að auka öryggið á götunum fyrir alla: Þig, farþega þína og aðra vegfarendur – þar á meðal gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk.

  3. 10,25 tommu miðlægur snertiskjár í Hyundai i20 sem sýnir núverandi akstursleið, tónlist og veður

    Tengist þér.

    Njóttu þæginda við aksturinn á i20 með snjöllum tengimöguleikum: Notaðu þráðlausa tengingu og stjórnaðu bílnum með röddinni á meðan þú ert á ferðinni.

    Stíll nýrrar kynslóðar.

    Fyrstu kynni eru mikilvæg. Þess vegna höfum við uppfært eina af okkar farsælustu gerðum með alveg nýrri og eftirtektarverðri hönnun. Nýr i20 er fyrsti bíllinn í Evrópu sem sækir innblástur í hönnunarstefnu Hyundai sem einkennist af sportlegri fágun. Útkoman? Bíll með útlit sem er í takti við aksturseiginleikana, með nútímalegt og kraftmikið yfirbragð sem sker sig úr á veginum.

    Teiknuð mynd af rauðum Hyundai i20 á grænum bakgrunni, sjónarhorn á hlið ökumanns
    Teiknuð mynd af rauðum Hyundai i20 á grænum bakgrunni, sjónarhorn á afturhluta vinstra megin
    Raf van Nuffel stendur fyrir framan glugga
    Nýja hönnunarstefnan okkar snýst um sportlega fágun og hún er algjör bylting.

    - Raf van Nuffel | yfirmaður markaðssetningar og verðlagningar hjá Hyundai Motor Europe. -

     Ung kona skoðar símann sinn á bak við stóran glugga með útsýni yfir i20 sem er lagt fyrir utan

    Tengstu nýjum i20.

    Nýttu kraft símans að fullu á meðan þú einbeitir þér að veginum – engin þörf á snúrum.

    Bláum og gráum Hyundai i20 lagt í röð á auðri götu

    Sá öruggasti í sínum flokki.

    Fyrsta flokks öryggispakki í i20: Öruggur ferðamáti fyrir alla.

    Mynd af gráum Hyundai i20 sem ekur á vegi, tekin með dróna að ofan

    Sportlegur og sjálfbær.

    Kraftur og sparneytni í spánnýjum vélum sem fáanlegar eru með 48 volta samhliða hybrid-tækni.

    7 ára ábyrgð.

    Eins og allir bílar frá Hyundai er i20 smíðaður samkvæmt ströngustu gæðastöðlum. Til viðbótar þessari gæðatryggingu fylgir honum sjö ára ábyrgð til að þú getir notið lífsins, án þess að hafa áhyggjur af bílnum. Aktu um áhyggjulaus með eina bestu ábyrgð sem fyrirfinnst í bílaiðnaðinum – sem staðalbúnað.

    Kona og maður spjalla saman við hliðina á Hyundai i20, sjónarhorn vinstri hlið að framan
    7 ára ábyrgð Hyundai.
    Merki með 6d-myndriti Hyundai.

    Vélartækni framtíðarinnar.

    Allar nýskráðar Hyundai i20-gerðir með bensínvélar í Evrópu uppfylla Euro 6d-losunarstaðla.

    Næsta kynslóð. Núna.

    Með byltingarkenndri hönnun og fyrsta flokks öryggiskerfi. Með háþróuðum tengimöguleikum ertu alltaf í sambandi - líka á ferðinni. Nýjar aflrásir og skiptingarmöguleikar ryðja veginn fyrir fágaðri og sjálfbærri akstursupplifun. i20 setur viðmið í flokki sambærilegra bíla með framúrskarandi tæknibúnaði og sportlegum hönnunareinkennum.