Búnaður.
Skoðaðu búnað nýs i10.
Öryggi, tenging og afköst.
Alhliða öryggis- og tengimöguleikapakki nýs i10 gefur hugtakinu lítill borgarbíll nýja merkingu.
Tengimöguleikar
Bluelink®-tenging.
Stjórnaðu i10 með snjallsímanum – eða með röddinni. Bluelink Connected Car Services býður upp á hnökralausa tengingu með nettengdri raddstýringu og búnaði sem gerir aksturinn þægilegri og ánægjulegri. Ókeypis fimm ára áskrift að Hyundai LIVE Services fylgir með leiðsögukerfi á 8" skjá. Þar er boðið upp á upplýsingar um umferð í rauntíma, veður og áhugaverða staði, sem og viðvaranir um hraðamyndavélar þar sem slíkt er leyft í lögum.
Afköst
Sparneytnar aflrásir fyrir innan- sem utanbæjaraksturinn.
Þú getur valið á milli tveggja bensínvéla: 67 ha. 1,0 lítra, þriggja strokka vél og 84 ha. 1,2 lítra, fjögurra strokka vél. Báðar vélarnar eru í boði með vali á milli tveggja gírskiptinga. ECO-pakki er einnig í boði, með sérstilltu gírhlutfalli, fjórum sætum og 14 tommu felgum til að tryggja hámarkssparneytni.
Hálfsjálfvirk beinskipting.
Fimm gíra hálfsjálfvirk beinskiptingin skiptir sjálfvirkt á milli gíra eins og hefðbundin sjálfskipting en býður upp meiri sparneytni. Þetta næst með minni þyngd hennar og minni núningi samanborið við hefðbundnar sjálfskiptingar.
Þægindi
Nýttu sveigjanleikann til að njóta lífsins.
Þessi rúmgóði og fjölhæfi borgarbíll gerir þér kleift að sinna því sem annríki hversdagsins leggur fyrir þig. Þannig hefurðu nægt farangursrými og sveigjanleika til að lifa lífinu, hvort sem þú þarft að koma stórinnkaupunum fyrir eða farangrinum fyrir sumarbústaðarferðina. Þá kemur þú einnig til með að njóta góðs af fjölbreyttum og hagnýtum búnaði og sveigjanlegri farangursgeymslu, sem er með þeim stærri í flokki sambærilegra bíla.
Öryggi
Hyundai SmartSense
Með Hyundai SmartSense, hugvitssamlega akstursaðstoðarkerfinu okkar, býður nýr i10 upp á einn af bestu akstursöryggistæknipökkunum í sínum flokki – sem er hannaður til að tryggja þér aukið öryggi og hugarró. Ný fjölnota myndavél býður upp á fimm mismunandi aðgerðir: FCA-árekstraröryggiskerfi, háljósaaðstoð, akreinastýringarkerfi, athyglisviðvörun og hraðatakmörkun.