Kraftmikill og stílhreinn.

Í þessum kraftmikla og djarfa borgarbíl sannast hið fornkveðna að margur er knár þótt hann sé smár.

Ytra byrði

Hönnun sem lætur að sér kveða.

Með lægra þaki og breiðari yfirbyggingu en forverinn skartar i10 líflegri hönnun sem er einstök í flokki sambærilegra bíla. Stílhrein og kraftmikil hönnunin skapar andstæður á milli mjúks yfirborðsins og skarpra lína. Vöðvar mannslíkamans undir sportlegum fatnaði urðu að innblæstri fyrir hönnunina og stílhrein, mjúk en kröftug yfirbyggingin er mótuð til að tryggja ríflegt innanrými.

Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
 1. Mynd af framhluta Hyundai i10 með nýtt og djarft grillið í forgrunni.

  Nýtt, djarft grill.

  Breitt, stallað grillið sendir áhrifamikil skilaboð um breiðari yfirbyggingu sem er áberandi í hönnun nýs i10.

 2. Nærmynd af 16 tommu álfelgum á Hyundai i10.

  16" álfelgur.

  Bættu í sportlegt yfirbragðið með 15" eða 16" álfelgum með nýrri og nettari hönnun. 14" stálfelgur eru einnig í boði.

 3. Nærmynd af tvívirkum aðalljósum og LED-dagljósum í Hyundai i10.

  Tvívirk aðalljós.

  Með afgerandi aðalljós og hringlaga LED-dagljós vekur traust yfirbragð nýs i10 hvarvetna athygli.

  Innanrými

  Hárnákvæmt rými.

  Innanrýmið með hárfínum mynstrum og ferskri áferð tekur á móti þér með stílhreinum og nútímalegum faðmi. Þrívítt og glæsilegt sexstrent mynstur ljáir klæðningunni á mælaborðinu og hurðunum sportlegt yfirbragð. Hringlaga loftunaropin teygja sig frá mælaborðinu og yfir hurðarklæðninguna, sem eykur á rýmistilfinninguna. Veldu á milli fjögurra ólíkra litasamsetninga til að hanna innanrýmið eftir þínum smekk.

  Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
  1. Nærmynd af 8 tommu snertiskjá í nýjum Hyundai i10.

   8" skjá- og hljóðkerfi.

   Nýr 8" snertiskjárinn, sem er sá stærsti í sínum flokki, notar Apple CarPlay™ og Android Auto™ til að spegla efnið í snjallsímanum þínum.

  2. Mynd sem sýnir gott pláss í Hyundai i10.

   Hiti í framsætum.

   Hlýtt og notalegt á veturna. Njóttu þægindanna sem upphituð sæti veita á köldum dögum. Sætin hitna með hraði.

  3. Nærmynd af mælaborðinu í Hyundai i10 með þrívíðri sexstrendri klæðningu.

   Hiti í stýri.

   Hlýjar hendur þegar kalt er í veðri. Stýrið er með hitaeiginleika og allar stýringar eru haganlega staðsettar til að tryggja að þú hafir tengimöguleikana ávallt við höndina.