Ný viðmið.

Nýr BAYON setur ný viðmið í flokki sambærilegra bíla með glæsilegu úrvali af fyrsta flokks snjalltækni. Nýttu þér nýjustu tengimöguleikana, öryggisbúnað sem er bestur í flokki sambærilegra bíla og háþróuð akstursaðstoðarkerfi, auk 48 V samhliða hybrid-aflrása.

Tengimöguleikar

Njóttu tengingar sem er leiðandi í flokki sambærilegra bíla.

Njóttu fyrsta flokks snjalltækni með tveimur 10,25" samfelldum breiðskjáum sem hægt er að skipta upp. Með Bluelink Connected Car Services frá Hyundai geturðu svo stjórnað bílnum með snjallsímanum – eða raddskipunum. Þessi tækni býður upp á hnökralausa tengingu við nýja BAYON-bílinn þinn með raddstýringu og búnaði sem gerir aksturinn þægilegri og ánægjulegri.

 1. 10,25" miðlægur snertiskjár í nýjum Hyundai BAYON.

  10,25" snertiskjár fyrir miðju.

  Miðlægur snertiskjárinn styður Apple CarPlay™ og Android Auto™ þannig að þú getur tengt símann þinn og stjórnað honum á skjánum.

 2. 8" skjá- og hljóðkerfi í Hyundai BAYON.

  8" snertiskjár.

  8" snertiskjár með skjá- og hljóðkerfi býður einnig upp á þráðlausa snjallsímaspeglun sem gerir þér kleift að tengja og spegla snjallsímann þinn með auðveldum hætti í gegnum Apple CarPlay™ og Android Auto™ án þess að nota snúrur.

 3. Bjartur 10,25" stafrænn mælaskjár í innanrými nýs Hyundai BAYON.

  10,25" stafrænn mælaskjár.

  10,25" stafrænn mælaskjár eykur á hátækniyfirbragð ökumannsrýmisins og veitir skýrt og gott útsýni yfir allar mikilvægar upplýsingar um bílinn.

  Bluelink® Connected Car Services.

  Stjórnaðu bílnum með snjallsímanum – eða með röddinni. Nýjasta Bluelink-uppfærslan gerir þér kleift að fullnýta kosti Connected Car Services. Þá gerir Bluelink-forritið þér kleift að stjórna ótal snjöllum eiginleikum. Leiðsögukerfinu fylgir einnig fimm ára áskrift að Hyundai LIVE Services með upplýsingum um umferð, bílastæði og bensínverð í rauntíma.

  Bluelink® Connected Car Services.

  BlueLink® Connected Car Services býður upp á hnökralausa tengingu við nýja BAYON-bílinn þinn með raddstýringu og ýmsum búnaði sem gerir aksturinn þægilegri og ánægjulegri. Þá gerir Bluelink-forritið þér kleift að stjórna ótal snjöllum eiginleikum. Leiðsögukerfinu fylgir fimm ára áskrift að Hyundai LIVE Services

  1. skjámynd af Hyundai bluelink-forritinu í iPhone: bíllinn opnaður

   Fjarstýrðar hurðalæsingar.

   Gleymdirðu að læsa bílnum? Engar áhyggjur, BAYON lætur þig vita með því að senda tilkynningu í símann þinn. Síðan geturðu notað PIN-númerið þitt til að læsa eða opna bílinn með einum hnappi.

  1. 1
  1. skjámynd af Hyundai bluelink-forritinu í iPhone: áfangastaður sendur í bíl

   Áfangastaður sendur í bíl.

   Ef BAYON-bíllinn þinn er búinn leiðsagnarkerfi geturðu notað Bluelink-forritið til að leita að áfangastöðum þegar þú ert ekki í bílnum. Bluelink samstillir síðan leiðina við leiðsögukerfið þitt. Þú þarft eingöngu að setjast inn og ýta á hnapp.

  1. 1
  1. skjámynd af Hyundai bluelink-forritinu í iPhone: finna hvar bíl er lagt

   Finna bílinn minn.

   Gleymdirðu hvar þú lagðir bílnum? Þú þarft eingöngu að opna Bluelink-forritið til að sjá hvar bíllinn þinn er – hvar sem er í heiminum.

  1. 1
  1. skjámynd af Hyundai bluelink-tilkynningu í iPhone: viðvörun um tilraun til þjófnaðar

   Þjófavarnartilkynning.

   Bluelink fylgist alltaf með bílnum þínum. Ef einhver reynir að brjótast inn í BAYON-bílinn þinn – átt er við hurðalæsinguna og dyrnar opnaðar – færðu tilkynningu í snjallsímann.

  1. 1
  1. skjámynd af bluelink-forritinu í iPhone: skýrsla um bíl

   Upplýsingar um ástand bílsins.

   Þú getur framkvæmt fjartengda bilanagreiningu með Bluelink-forritinu. Skýrslan um bílinn getur sýnt upplýsingar um þrýsting í hjólbörðum, viðvörunarljós vegna bilana, loftpúða, hemlakerfi og margt fleira.

  1. 1
  1. skjámynd af bluelink-forritinu í iPhone: staða bíls

   Staða bíls.

   Þarftu bensín? Athugaðu forritið. Fáðu fjaraðgang að stöðu bílsins hvenær sem er, þar á meðal hversu mikið eldsneyti er eftir, hvort dyrnar eru opnar/lokaðar eða læstar/ólæstar og hvort gluggar eða farangursgeymsla er opin/lokuð.

  1. 1

  Þægindi

  Rúmgóður og þægilegur með nægu farangursrými.

  Bayon er smár í sniðum en þó með fjölskylduvænu innanrými. Þannig færðu það besta úr báðum heimum með þægindi og geymslurými á við besta jeppa. Nett hönnunin og frábært útsýni auðvelda þér að setjast inn í bílinn og aka honum, og þökk sé háum sætunum upplifir þú einnig öryggistilfinninguna og kraftinn sem viðskiptavinir vænta af Hyundai-bílum.

  1. Kona sem ekur Hyundai BAYON, séð í gegnum glugga farþegamegin.

   Há sæti.

   Þú upplifir sterka frelsistilfinningu við að sitja í háum sætunum sem veita frábært útsýni og þannig aukið öryggi við stjórn bílsins.

  2. Farangursgeymsla nýs Hyundai BAYON.

   Framúrskarandi farangursrými.

   Rúmgóð farangursgeymslan í BAYON sker sig úr í flokki sambærilegra bíla með 411 lítra geymsluplássi og farangurshlíf með snjallstjórnun.

  3. Geymsla fyrir farangurshlíf í Hyundai BAYON.

   Geymsla fyrir farangurshlíf.

   Vantar þig pláss fyrir háa hluti? Geyma má farangurshlífina aftan við aftursætin til að nýta farangursrými BAYON fulls.

   Frábært fótarými í Hyundai BAYON.

   Frábært fótarými.

   Gerðu aksturinn þægilegri með frábæru fótarými. Farþegar í framsæti fá 1072 mm fótarými á meðan farþegar í aftursæti fá 882 mm.

   Ríflegt höfuðrýmið í Hyundai BAYON.

   Ríflegt höfuðrými.

   Innanrýmið verður enn rúmbetra með 993 mm höfuðrými fyrir ökumann og farþega í framsæti og 977 mm fyrir farþega í aftursæti.

   Vandað BOSE-hljóðkerfi.

   Vandað BOSE-hljóðkerfið er með átta kraftmiklum hátölurum og bassahátalara sem veitir tæran, umlykjandi og öflugan hljóm.

   Vandað Bose-hljóðkerfi í Hyundai BAYON.
   Þráðlaus hleðsla á miðstokki Hyundai BAYON.

   Þráðlaus hleðsla.

   Þráðlaus hleðslustöð er á miðstokknum. Auðvelt og fljótlegt er að hlaða Qi-samhæfa snjallsíma án þess að stinga þeim í samband.

   USB-tengi á miðstokki Hyundai BAYON.

   Mörg USB-tengi.

   Aldrei hefur verið auðveldara að tengja og hlaða USB-tæki. Tvö USB-tengi eru frammi í bílnum og eitt aftur í, það eina sem þarf að gera er að stinga í samband.

   Öryggi

   Öryggisbúnaður í hæsta gæðaflokki með SmartSense.

   Nýr BAYON býður upp á styrkinn sem einkennir aðra bíla frá Hyundai, að ógleymdum öryggisbúnaðinum. Annað sem tryggir að bíllinn skarar fram úr í flokki sambærilegra bíla: fjölbreyttur Hyundai SmartSense-öryggisbúnaður, framúrskarandi akstursaðstoðarkerfi. Margir þessara eiginleika eru staðalbúnaður.

   1. FCA-árekstraröryggiskerfi í Hyundai BAYON.

    FCA-árekstraröryggiskerfi.

    FCA-árekstraröryggiskerfið hemlar sjálfkrafa þegar það greinir skyndilega hemlun hjá bílnum fyrir framan eða gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk. Nú er búið að bæta við kerfið gatnamótabeygjubúnaði sem er sérstaklega hannaður til að koma í veg fyrir framanákeyrslu þegar beygt er til vinstri á gatnamótum (í löndum þar sem hægri umferð gildir).

   1. 1
   1. Snjallhraðastillir með tengingu við leiðsögn í Hyundai Bayon.

    Snjallhraðastillir með tengingu við leiðsögn (NSCC).

    Þessi háþróaði eiginleiki notar gögn úr fyrsta flokks leiðsögukerfi og ratsjá BAYON til að aðlaga hraðann sjálfkrafa þegar ekið er á þjóðvegi eða hraðbraut. Kerfið sér fyrir beygjur og beina kafla og aðlagar hraðann til að gera aksturinn öruggari með því að draga sjálfkrafa úr hraða þegar þú kemur að beygju og auka hraða bílsins aftur upp í upprunalegan hraða þegar henni er lokið.

   1. 1
   Jöfnun snúningshraða í Hyundai BAYON.

   Jöfnun snúningshraða.

   BAYON er fyrsti SUV-bíllinn frá Hyundai með þennan eiginleika, sem er yfirleitt eingöngu í afkastamestu bílunum okkar. Jöfnun snúningshraða samstillir 1,0 lítra T-GDi-vélina við úttaksásinn svo hreyfingin við að skipta niður um gír verði mýkri eða sportlegri.

   1. Gírstöng fyrir beinskiptingu í Hyundai BAYON.

    Sex gíra beinskipting.

    Viltu sjá um kúplingu og gírskiptingu upp á eigin spýtur? Veldu vélarútfærslu með beinskiptingu til að skipta um gír með nákvæmum og þægilegum hætti.

   2. Sjö gíra DCT-sjálfskipting í Hyundai BAYON.

    Sjö gíra DCT-sjálfskipting.

    Með DCT-kerfinu má skipta mjög snöggt um gír, hvort heldur sem er með sjálfskiptingu eða handvirkri skiptingu.

   3. Hyundai BAYON akandi á vegi, séð utan frá.

    Rennslisstilling.

    BAYON fer sjálfkrafa í rennslisstillingu þegar stigið er af eldsneytisgjöfinni og sparar þannig eldsneyti. Stillingin er í boði í vélarútfærslum með iMT-beinskiptingu og startara/rafal samhliða hybrid-kerfis.

    Meiri afköst. Minni útblástur. CVVD-vélartækni.

    Hyundai hefur þróað fyrstu CVVD-tæknina (Continuously Variable Valve Duration). Tæknin hámarkar afköst vélarinnar og sparneytni um leið og hún er vistvæn. Ventlastjórnunartæknin stjórnar tímastillingu opnunar og lokunar eftir akstursskilyrðum.

    Kynntu þér nýjan BAYON nánar.

    Með byltingarkenndri hönnun og fyrsta flokks öryggiskerfi. Með háþróuðum tengimöguleikum ertu alltaf í sambandi – líka á ferðinni. Nýjar aflrásir og gírskiptingar ryðja veginn fyrir fágaðri og sjálfbærri akstursupplifun. Nýr BAYON setur ný viðmið í flokki sambærilegra bíla.

    Upplýsingar um hjólbarða.

    Hér að neðan finnur þú upplýsingar um hjólbarðana sem gætu fylgt Hyundai BAYON.