Búnaður.
Kynntu þér búnað IONIQ 5.
Tækni sem breytir öllu.
Í þessum rafbíl koma saman frábær afköst, fjölbreytt úrval hugvitsamlegrar tækni og allt að 481 km akstursdrægi. Þetta er bíll sem kemur þér lengra með hraðari hleðslu og rennilegum stíl.
Afköst
Framtíð rafknúinna samgangna er runnin upp.
Hér fer ný gerð bíls sem býður upp á frábær afköst, hrífandi hönnun og einstaka aksturseiginleika ásamt 800 V rafhlöðukerfi sem skilar ofurhraðri hleðslu, allt byggt á glænýju byggingarlagi sem markar þáttaskil í orkuskiptunum.
Rafbílabyggingarlag
E-GMP vísar leiðina inn í öld rafbílanna.
IONIQ 5 er fyrsti bíllinn sem byggður er með E-GMP (Electric-Global Modular) undirvagni Hyundai. Þetta sérstaka rafbílabyggingarlag býður upp á hraðari hleðslu, aukið akstursdrægi, rúmbetra innanrými og betri stjórn. Staðsetning rafhlöðupakkans innan hjólhafsins tryggir bestu mögulegu þyngdardreifingu á milli framhluta og afturhluta og lága þyngdarmiðju sem skilar sé í betri stjórn.
Hleðsla
Framúrskarandi hleðsluafköst.
Hægt er að hlaða heima við yfir nótt eða bæta á hleðsluna á næstu á hraðhleðslustöð á örfáum mínútum. IONIQ 5 býður upp á fjölbreytta hleðslumöguleika, allt eftir því hvernig rafmagn er á heimilinu eða hvernig hraðhleðslustöðvum sem þú hefur aðgang að. Bíllinn er búinn nýju 800 V rafhlöðukerfi sem býður upp einn hraðasta hleðslutímann í dag, auk þess að vera samhæft 400 V hleðslu og hleðslu með riðstraumi.
Hversu langan tíma tekur þinn daglegi akstur?
Reiknaðu fjölda daga við daglegan akstur á milli hleðslulota IONIQ 5.
IONIQ 5
21
dagur
á milli
hleðslulota1
Fjölmargir þættir hafa áhrif á sparneytni brunahreyfla og það sama á við um heildarakstursdrægi á rafmagni, sem ræðst af stærð rafhlöðunnar, aksturslagi, hitastigi, fjölda farþega og öðrum þáttum.
- 1 Þessi gildi eru námunduð. Ekki er búið að reikna út staðfestar tölur fyrir drægi þessarar gerðar. Ekki er búið að samþykkja þessa gerð né er hún komin í sölu.
Þægindi
Kraftmikill en þægilegur akstur.
IONIQ 5 endurskilgreinir aksturinn með fjölbreyttu úrvali hagnýts búnaðar sem er jafnt einstakur sem hugvitsamlegur og ánægjulegur í notkun. IONIQ 5 styður einnig við sjálfbæran lífsstíl með V2L-búnaðinn sem gerir þér kleift að nota eða hlaða rafdrifinn búnað á borð við rafmagnshjól, rafmagnshlaupahjól og útilegubúnað, hvort sem er meðan á akstri stendur eða eftir að stoppað er.
Tengimöguleikar
Tenging eftir þínum þörfum.
IONIQ 5 er búinn stórkostlegu úrvali snjalltækni sem býður upp á endalausa tengimöguleika. Nýjasta tengitækni á borð Bluelink Connected Car Services gerir þér kleift að stjórna bílnum með snjallsímanum – eða raddskipunum. Ókeypis þriggja ára áskrift að Hyundai LIVE Services fylgir einnig með leiðsögukerfinu.
Bluelink® Connected Car Services.
Stjórnaðu bílnum með snjallsímanum – eða með röddinni. Nýjasta Bluelink-uppfærslan gerir þér kleift að fullnýta kosti Connected Car Services. Þá gerir Bluelink-forritið þér kleift að stjórna ótal snjöllum eiginleikum. Leiðsögukerfinu fylgir einnig þriggja ára áskrift að Huyndai LIVE Services með upplýsingum um umferð, bílastæði og hleðslustöðvar í rauntíma.
Bluelink®-snjallsímaforritið.
Stjórnaðu bílnum þínum beint úr lófanum. Bluelink-forritið tengir þig við bílinn í gegnum snjallsímann til að gera þér kleift að læsa hurðunum, athuga hleðslustöðu rafhlöðunnar, forhita bílinn á köldum dögum og ótal margt fleira. Lestu áfram til að fá frekari upplýsingar.
Öryggi
Nýjustu öryggis- og akstursaðstoðarkerfi.
Njóttu hámarksöryggis og þæginda með fyrsta flokks öryggis- og akstursaðstoðarbúnaði Hyundai-línunnar. Með háþróuðum Hyundai SmartSense-akstursaðstoðarkerfum er IONIQ 5 búinn nýjasta öryggis- og akstursaðstoðarbúnaðinum til að tryggja enn meiri hugarró. IONIQ 5 er einnig fyrsti bíllinn frá Hyundai sem er búinn annars stigs sjálfvirkri öryggistækni.