Hönnun.
Kynntu þér hönnun IONIQ 5.
Hönnun hugmyndabíls fyrir fjöldann.
IONIQ 5 endurspeglar tæra og nýstárlega nálgun við hönnun rafbíla þar sem rómað útlit 45 hugmyndabílsins er útfært fyrir evrópskar götur. Velkomin í hönnun hugmyndabíls fyrir fjöldann. Njótið.
Ný samgönguupplifun fyrir nýjar kynslóðir – það var markmiðið frá upphafi þessa verkefnis.
Ytra byrði
Afgerandi. Einstakt. Tært.
Tær hönnun IONIQ 5 ber með sér ferska sýn á rafbíla þar sem einfaldleikinn ræður ríkjum með stílhreinum línum og fyrirferðarlitlum búnaði. Einstök skellaga vélarhlífin nær yfir alla breidd bílsins til að fela bil á milli þilja og skapa tært, hátæknilegt útlit. LED-ljósin eru með einkennandi margskiptum ljósum og einstakri hönnun sem kemur til með að prýða allar gerðir IONIQ í framtíðinni.
360°
Orka sólarinnar fönguð með sólarsellu á þaki.
Hugvitsamleg sólarsella á þaki fangar orku og leiðir hana í rafhlöðurnar. Þannig er komið í veg fyrir að 12 V rafhlaðan tæmist um leið og hleðslu er bætt á háspennurafhlöðuna til að auka akstursdrægið. Hleðsla rafhlöðunnar og orka frá sólarsellunni er hægt að mæla í rauntíma á innfelldum skjánum í ökumannsrýminu. Þar er að finna allar akstursupplýsingar og fylgjast með stýrikerfum bílsins á einum stað.
Litir.
Hægt er að velja á milli níu lita á ytra byrði, þar á meðal fimm lita sem innblásnir eru af litbrigðum náttúrunnar og eru sérhannaðir fyrir IONIQ 5. Tvo af litunum er hægt að fá með mattri áferð.
Þitt er valið.
-
Mattur Gravity-gylltur
-
Digital-blágrænn
-
Gljáblár
-
Loftsteinagrár
-
Atlas-hvítur
-
Stjörnuþokugrár
-
Stálgrár
-
Ólívubrúnn
-
Svartur
Innanrými
Lífið, aksturinn, vinnan, afslöppunin.
Í innanrými IONIQ 5 verða mörkin á milli híbýla og ferðarýmis óljós. Rafbílshönnunin gerði okkur kleift að endurskapa innanrýmið á glænýjan máta. Stórt, flatt gólf, einstaklega stillanlegt framsæti sem hægt er að halla alveg aftur og miðstokkur sem hægt er færa um farþegarýmið býður upp á einstaka upplifun.
Vistvænt innanrými og litir sem innblásnir eru af náttúrunni.
Sjálfbærni er grunnurinn að sýninni á bak við IONIQ-vörumerkið, eins og sjá má í notkun vistvænna efna í innanrými og lita sem innblásnir eru af náttúrulegum litbrigðum. Sæti, loftklæðning, hurðarklæðning, gólf og armhvílur eru úr efnum sem framleidd eru á sjálfbæran máta, svo sem: endurunnum plastflöskum, plastgarni sem unnið er úr plöntum og náttúrlegri ull, leðri sem unnið er vistvænt með plöntuþykkni og lífrænni málningu með plöntuþykkni.
Sjálfbærni
Nýstárleg notkun umhverfisvænna efna.
Umhverfisvæn efni eru mikið notuð í IONIQ 5, t.d. vistvænt unnið leður og endurunnið garn. Ennfremur eru hráefni sem unnin eru úr sykurreyr notuð í loftklæðninguna, teppið og sætishlífarnar. Endurvinnanleg lausn sem er falleg á að líta. Hugvitsamleg notkun náttúrulegra efna er önnur sjálfbær nálgun í framleiðsluferlum okkar sem leiðir til þess að framleiðsla IONIQ 5 notast enn minna við vörur sem framleiddar eru úr olíu.
Notkun endurunninna plastflaska getur hvatt fólk til að leiða hugann þeim vörum sem alla jafna er fleygt en væri hægt að nýta til að búa til eitthvað nýtt. Best væri þó að plastflöskurnar væru einfaldlega ekki framleiddar yfir höfuð.
Hver einasti IONIQ 5 inniheldur:
Ákall til þín um að taka þátt í að skapa sjálfbærari heim.
Verkfræðingar og hönnuðir sem komu að þróun IONIQ 5 fannst þeir skyldugir til að gera allt sem í þeirra valdi stóð til að vera drifkraftur breytinga í heiminum. Með því að nota umhverfisvæn og náttúruleg efni þurfti t.d. að nota minna af efnum sem unnin eru úr olíu í IONIQ 5. Nú átt þú leik.