Fegurðin í rafknúnum nýjungum.

Hrífandi fegurð og framúrskarandi tækni – IONIQ 5 endurskilgreinir hugmyndina um rafbíla. Framúrstefnuleg hugmyndabílshönnun í bland við einstakt úrval nýjustu snjalltækni einkennir bílinn sem kemur þér lengra með hraðari hleðslu og rennilegum stíl.

 1. Horft framan á Hyundai IONIQ 5-rafbíl með framúrstefnulegri hönnun.

  Rafmögnuð hönnun.

  Rennilegur þokki IONIQ 5 er innblásin af framúrstefnulegri hönnun hugmyndabílsins Concept 45 EV og heiðrar hönnunararfleifð Hyundai sem uppfærð hefur verið fyrir framtíðina

 2. Skýringarteikning af E-GMP undirvagni Hyundai fyrir rafbíla á borð við nýja IONIQ 5-rafbílinn.

  E-GMP undirvagninn.

  Njóttu hraðari hleðslu, meira drægis, enn betri aksturseiginleika og meira pláss í innanrými – þökk sé tímamótahönnun á E-GMP undirvagni fyrir rafbíla.

 3. Mynd af innanrými Hyundai IONIQ 5-rafbíls, séð að ofan.

  Hugvitsamlegt innanrými.

  Með rafbílaundirvagninum hefur okkur tekist að endurhanna innanrýmið og bjóða upp á einstaka upplifun.

  Framtíð rafknúinna samgangna er runnin upp.

  Hér fer ný gerð rafbíls sem býður upp á frábær afköst, hrífandi hönnun og einstaka aksturseiginleika ásamt 800 V rafhlöðukerfi sem skilar ofurhraðri hleðslu, allt byggt á glænýju byggingarlagi sem markar þáttaskil í orkuskiptunum.

  Hvað er rafbíll?

  IONIQ 5 er rafbíll með rafhlöðu eða einfaldlega rafbíll. Rafbílar á borð við IONIQ 5 nota ekki brennanlegt eldsneyti og losa því engan útblástur. Þar sem rafbílar eru hvorki með kúplingu né gíra minnkar viðhaldskostnaður og þökk sé tafarlausu togi taka þeir leiftursnöggt af stað. Hnökralaus og leiftursnögg hröðunin býður upp á kraftmikinn og spennandi akstur.

  1. Ungt par stendur við hliðina á Hyundai IONIQ 5 sem er í hleðslu við íbúðagötu.

   Enginn útblástur.

   IONIQ 5 brennir hvorki bensíni né dísilolíu og losar því engan útblástur en skilar engu að síður allt að 481 km drægi.

  2. Maður nær í hleðslusnúru úr farangursrýminu í IONIQ 5.

   Engin olíuskipti. Minna viðhald.

   Það kostar minna að reka rafbíl því þeir eru ekki með olíugeymi, gírkassa eða hvarfakút sem þýðir að viðhaldskostnaður er lægri og það þarf aldrei að skipta um olíu.

  3. Mynd af Hyundai IONIQ 5-rafbíl sem tekur fram úr öðrum bíl á sveitavegi.

   Viðbragðsgóð hröðun.

   Hann tekur leiftursnöggt af stað og heillar með sportlegri hröðuninni. IONIQ 5 með tveimur mótorum, aldrifi og 72,6 kW rafhlöðu fer úr 0 – 100 km/klst. á 5,2 sekúndum.

   Mynd af stafræna mælaborðinu, snertiskjánum og sjónlínuskjánum í Hyundai IONIQ 5, frá sjónarhorni ökumanns.

   Öryggi í sérflokki.

   Njóttu hámarksöryggis með öryggis- og akstursaðstoðarbúnaði í sérflokki í bílaflota Hyundai, þar á meðal annars stigs sjálfvirkri öryggistækni.

   Maður horfir á símann sinn þar sem hann nálgast Hyundai IONIQ 5 sem lagt er við götu.

   Tenging eftir þínum þörfum.

   Með stórkostlegu úrvali snjalltækni býður IONIQ 5 upp á endalausa tengimöguleika.

   Kona slakar á í hvíldarstöðu í bílstjórasætinu í Hyundai IONIQ 5-rafbílnum sínum.

   Hagkvæmni og hugvitssemi. Óviðjafnanleg þægindi.

   Hönnuðir Hyundai hafa endurhannað innanrýmið með það fyrir sjónum að skapa nýja upplifun í bílnum með hagkvæmni og snjöll þægindi í fyrirrúmi.

   Mynd af Hyundai IONIQ 5-rafbíl sem ekur eftir sveitavegi.

   Rafmögnuð frammistaða.

   Njóttu hámarksöryggis með öryggis- og akstursaðstoðarbúnaði í sérflokki í bílaflota Hyundai, þar á meðal annars stigs sjálfvirkri öryggistækni.

   7 ára ábyrgð.

   Eins og allir Hyundai-bílar er IONIQ 5 smíðaður samkvæmt ströngustu gæðastöðlum. Til viðbótar þessari gæðatryggingu fylgir honum sjö ára ábyrgð til að þú getir notið lífsins, án þess að hafa áhyggjur af bílnum. Auk þess er afkastamikil LiPo-rafhlaðan með átta ára eða 160.000 km ábyrgð, hvort sem kemur fyrr. Aktu um áhyggjulaus með eina bestu ábyrgð sem fyrirfinnst í bílaiðnaðinum – sem staðalbúnað.

   Mynd af Hyundai IONIQ 5-rafbíl sem lagt er í innkeyrslu, séð að ofan.
   Ábyrgð fyrir 7 ár og 8 ára rafhlöðunotkun frá Hyundai