Fegurðin í rafknúnum nýjungum.
Hrífandi fegurð og framúrskarandi tækni – IONIQ 5 endurskilgreinir hugmyndina um rafbíla. Framúrstefnuleg hugmyndabílshönnun í bland við einstakt úrval nýjustu snjalltækni einkennir bílinn sem kemur þér lengra með hraðari hleðslu og rennilegum stíl.
Framtíð rafknúinna samgangna er runnin upp.
Hér fer ný gerð rafbíls sem býður upp á frábær afköst, hrífandi hönnun og einstaka aksturseiginleika ásamt 800 V rafhlöðukerfi sem skilar ofurhraðri hleðslu, allt byggt á glænýju byggingarlagi sem markar þáttaskil í orkuskiptunum.
Hvað er rafbíll?
IONIQ 5 er rafbíll með rafhlöðu eða einfaldlega rafbíll. Rafbílar á borð við IONIQ 5 nota ekki brennanlegt eldsneyti og losa því engan útblástur. Þar sem rafbílar eru hvorki með kúplingu né gíra minnkar viðhaldskostnaður og þökk sé tafarlausu togi taka þeir leiftursnöggt af stað. Hnökralaus og leiftursnögg hröðunin býður upp á kraftmikinn og spennandi akstur.
7 ára ábyrgð.
Eins og allir Hyundai-bílar er IONIQ 5 smíðaður samkvæmt ströngustu gæðastöðlum. Til viðbótar þessari gæðatryggingu fylgir honum sjö ára ábyrgð til að þú getir notið lífsins, án þess að hafa áhyggjur af bílnum. Auk þess er afkastamikil LiPo-rafhlaðan með átta ára eða 160.000 km ábyrgð, hvort sem kemur fyrr. Aktu um áhyggjulaus með eina bestu ábyrgð sem fyrirfinnst í bílaiðnaðinum – sem staðalbúnað.

- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11