Árekstraröryggi.
Hannaður til að vernda þig.
Í hönnunarferlinu fyrir nýja bílgerð huga verkfræðingar Hyundai sérstaklega að því hvernig bíllinn mun þola árekstur. Hönnun bílsins tryggir að fyrsti varnarveggurinn sé bíllinn sjálfur og að hann geti ávallt tryggt öryggi þitt og farþega þinna.
Bygging
Innbyggt öryggi.
Hver einasti bíll er hannaður til að þola högg og verja farþega sína, sama hvar þeir sitja.
Loftpúðar
Víðtækar árekstrarvarnir.
Í hverri bílgerð er að finna a.m.k. sex loftpúða (tvo að framanverðu, tvo í hliðum og tvö loftpúðatjöld) sem verja þig allan hringinn. Háþróaðir loftpúðar að framan ákvarða hvenær og hvernig á að auka þrýstinginn ef slys verður með því að greina stellingu allra farþega, notkun öryggisbeltis og hversu harður áreksturinn er. Í sumum bílgerðum er einnig hægt að fá háþróað loftpúðakerfi með sjö loftpúðum. Í því kerfi er hliðarloftpúði í fyrstu sætaröð til viðbótar.
eCall
Sjálfvirk tilkynning til neyðarþjónustuaðila.
Ef slys á sér stað sendir þessi sjálfvirka þjónusta ekki aðeins tilkynningu til neyðarþjónustuaðila heldur sendir auk þess upplýsingar um nákvæma staðsetningu bílsins, tímasetningu slyssins og nánari upplýsingar um bílinn, t.d. hvaða eldsneytisgerð hann notar.