Við skuldbindum okkur til að gera framtíðina enn öruggari.

Við fjárfestum gríðarlega í rannsóknum og prófunum til að geta gert allar okkar bílgerðir enn öruggari.

Við gerum aksturinn öruggari – á hverjum degi.

Hyundai er leiðandi í öryggismálum með nýstárlegum akstursaðstoðarkerfum sínum og víðtækum öryggisbúnaði í hverjum einasta bíl. Rannsóknarstarfsfólk okkar er sífellt með augun opin fyrir nýjum leiðum til að auka öryggi við akstur. Þetta eru nokkur dæmi um nýjar lausnir frá þeim.

Þrotlausar prófanir.

Hver einasti Hyundai þarf að standast ítarlegar og staðlaðar árekstrarprófanir til að tryggja að farþegar í öllum bílum séu varðir ef árekstur á sér stað.

Við skuldbindum okkur til að iðka gagnsæi.

Treystu okkur – og fleirum en okkur. Hyundai-bílar gangast reglulega undir yfirferðir og prófanir af hálfu óháðra aðila sem staðfesta öryggisstaðla bílanna.