Næsta kynslóð öryggislausna.
Hannaður út frá hugarró.
Vegferð Hyundai liggur þangað sem akstur er eins öruggur og hugsast getur. Þess vegna – og til að vernda alla farþega – eru allir okkar bílar með öryggisbúnað sem er bestur í flokki sambærilegra bíla.
Ósýnilegar tæknilausnir. Greinilegt öryggi.
Í okkar huga snýst leitin að víðtækum öryggislausnum um að gæta ykkar, verja ykkur ef slys eiga sér stað og leita sífellt nýrra leiða til að gera enn betur.
Fyrirbyggjandi öryggi
Háþróuð akstursaðstoðarkerfi.
Bílgerðirnar okkar eru búnar ótal ólíkum skynjurum sem senda upplýsingar til forvirkra öryggiskerfanna.
Árekstraröryggi
Vörn frá öllum hliðum. Algerlega innbyggt.
Stundum verður ekki komist hjá árekstri. Hyundai hefur hannað bíla sína þannig að þeir skili hámarksvernd fyrir alla sína farþega og hafi lágmarksáhrif á aðra.
Nýjungar í öryggismálum
Við fjárfestum í þínu öryggi. Og líka í stöðugum framförum.
Að tryggja öryggi þitt er ekki bara forgangur okkar; það er markmið okkar á hverju einasta degi. Í rannsóknarstarfinu okkar fínstillum við tæknilausnirnar í sjálfum bílunum og finnum í leiðinni nýjar leiðir til að auðvelda þér aksturinn. Síðan gerum við prófanir á öllum nýjungum til að tryggja að þær uppfylli ströngustu öryggisstaðla.
Öryggi rafbíla
Tilbúinn fyrir framtíðina. Engar málamiðlanir.
Margir hafa áhyggjur af hættunni sem fylgir því að aka rafbíl, en staðreyndin er sú að rafbílum fylgir hreint ekki meiri áhætta. Hér er ástæðan.