Allt frá bensínaflrásum til vetnisaflrása.

Hyundai er leiðandi afl í umhverfisvænum aflrásum og við bjóðum upp á breitt úrval rafbíla, hefðbundinna bíla og bíla með mikla afkastagetu. Vélarúrval okkar býður m.a. upp á brunahreyfla (fyrir bensín og dísil), hybrid og rafhlöðuknúnar aflrásir.

Hver er þinn drifkraftur?

Engu skiptir hvað akstursþarfir þú hefur og hvernig afkastagetu þú vilt – hjá okkur geturðu valið á milli fjölmargra aflrása. Hvaða sess hefur bíllinn í þínum lífsstíl? Og hvað viltu draga mikið úr útblæstri kolefna? Hér geturðu fundið nánari upplýsingar um afar skilvirka brunahreyfla, rafknúnar aflrásir á borð við 48 V hybrid-vélina með samhliða kerfi, hybrid-vélar, tengiltvinnbíla, rafbíla og allt þar á milli.

 1. tákn með rafhlöðu og tengi

  Rafhlöðuknúnar aflrásir.

  Rafhlöðuknúnir rafbílar státa af snarpri hröðun, sannfærandi drægi og sístækkandi þjónustukerfi og eru því góður valkostur fyrir þig sem vilt skipta yfir í nútímalega aksturshætti.

 2. tákn með rafhlöðu, tengi og eldsneytisdropa.

  Tengiltvinnbílar.

  Eru með stærri rafhlöðu en hybrid-bílar og henni er einnig hægt að stinga í hleðslu. Eru góður valkostur ef þú vilt fá sveigjanleikann sem fylgir bensínvélinni en líka akstursdrægi á rafmagninu einu saman.

 3. tákn af eldsneyti og rafhlöðu

  Hybrid-aflrásir.

  Hybrid-bílar notast bæði við bensínvél og rafmótor sem knúinn er með rafhlöðu. Meiri sparneytni – án þess að hlaða rafhlöðuna eða breyta aksturslagi þínu.

 4. Tákn af bensínstöð

  Bensín-/dísilvélar.

  Brunahreyflar eru hinn hefðbundni valkostur. Eldsneytið fyrir þá er að finna nánast hvar sem er og mikið úrval bílgerða gerir þá að sveigjanlegum valkosti.

  Vélar.

  Hyundai er leiðandi afl í því að þróa skilvirka og öfluga mótora í öllum bílaflokkum. Kynntu þér enn betur alla valkostina sem bjóðast í aflrásum og hvernig Hyundai er drífandi afl í vélartækni.

  Rafhlöðuknúnar aflrásir.

  Hér finnurðu allt sem þú þarft að vita um rafhlöðuknúna rafmótora frá Hyundai, upplýsingar um rafhlöðuna sjálfa, hleðslutæknina og allt þar á milli.

  Samsetningar hybrid-véla frá Hyundai.

  Hybrid-aflrásir.

  Kynntu þér hvernig hybrid-tæknin virkar og hvort hefðbundinn hybrid-bíll eða tengiltvinnbíll er besti kosturinn fyrir þig.

  Smartstream-bensínvél frá Hyundai.

  Bensín- og dísilaflrásir.

  Kynntu þér 48 V hybrid-mótora með samhliða kerfi og afkastamikla N-mótora frá Hyundai og hvaða munur er á milli þeirra.

  Gírkassar.

  Gírkassinn, rétt eins og vélin, er hluti af aflrásinni. Brunahreyflar starfa á snúningshraða sem er of hár fyrir gangsetningu, hemlun og hægari akstur.

  1. Mynd af miðstokki og beinskiptingu í Hyundai.

   Beinskiptingar.

   Beinskiptingarnar, sem almennt eru léttari og einnig skemmtilegri að mati sumra ökumanna, koma bæði í fimm og sex gíra útgáfum.

  2. Mynd af miðstokki með N-DCT-gírstöng í Hyundai i30 N.

   Sjálfskiptingar.

   Sjálfskiptingar eru almennt þægilegastar, enda velja þær viðeigandi gír án afskipta ökumannsins.

  3. Útskorin mynd af gírkassa með tvöfaldri kúplingu.

   Gírkassar með tvöfaldri kúplingu.

   Sjö þrepa DCT-sjálfskiptingin sameinar sparneytni og aksturseiginleika beinskiptingar og þægindi sjálfskiptingar.

  4. Mynd af rafrænni gírskiptingu í miðstokki Hyundai.

   Rafknúnir gírkassar.

   Rafmótorar skila miklu togi á mjög litlum hraða og geta virkað með einum gír; þar með sleppur bíllinn undan viðbótarþyngd og íhlutum gírkassa með mörgum gírum.

  5. Útskorin mynd af snjallbeinskiptingunni frá Hyundai.

   iMT-beinskipting.

   iMT-beinskipting er notuð með 48 V hybrid-tækninni með samhliða kerfi og þegar eldsneytisgjöfinni er sleppt aftengir hún vélina frá gírkassanum þannig að bíllinn fer í rennslisstillingu.

   Sjö ára ábyrgð.

   Engu skiptir hvaða aflrás þú velur – samsetning hennar hefur lotið hæstu gæðastöðlum sem hugsast geta. Til viðbótar þessari gæðatryggingu fylgir honum sjö ára ábyrgð til að þú getir notið lífsins, án þess að hafa áhyggjur af bílnum. Aktu um áhyggjulaus með eina bestu ábyrgð sem fyrirfinnst í bílaiðnaðinum – sem staðalbúnað.

   Mynd af IONIQ 5 við ströndina, kona hallar sér upp að bílnum í sólsetrinu.
   Ábyrgð fyrir 7 ár og 8 ára rafhlöðunotkun frá Hyundai