Hyundai-aflrásir.
Allt frá bensínaflrásum til vetnisaflrása.
Hyundai er leiðandi afl í umhverfisvænum aflrásum og við bjóðum upp á breitt úrval rafbíla, hefðbundinna bíla og bíla með mikla afkastagetu. Vélarúrval okkar býður m.a. upp á brunahreyfla (fyrir bensín og dísil), hybrid og rafhlöðuknúnar aflrásir.
Hver er þinn drifkraftur?
Engu skiptir hvað akstursþarfir þú hefur og hvernig afkastagetu þú vilt – hjá okkur geturðu valið á milli fjölmargra aflrása. Hvaða sess hefur bíllinn í þínum lífsstíl? Og hvað viltu draga mikið úr útblæstri kolefna? Hér geturðu fundið nánari upplýsingar um afar skilvirka brunahreyfla, rafknúnar aflrásir á borð við 48 V hybrid-vélina með samhliða kerfi, hybrid-vélar, tengiltvinnbíla, rafbíla og allt þar á milli.
Vélar.
Hyundai er leiðandi afl í því að þróa skilvirka og öfluga mótora í öllum bílaflokkum. Kynntu þér enn betur alla valkostina sem bjóðast í aflrásum og hvernig Hyundai er drífandi afl í vélartækni.
Gírkassar.
Gírkassinn, rétt eins og vélin, er hluti af aflrásinni. Brunahreyflar starfa á snúningshraða sem er of hár fyrir gangsetningu, hemlun og hægari akstur.
Sjö ára ábyrgð.
Engu skiptir hvaða aflrás þú velur – samsetning hennar hefur lotið hæstu gæðastöðlum sem hugsast geta. Til viðbótar þessari gæðatryggingu fylgir honum sjö ára ábyrgð til að þú getir notið lífsins, án þess að hafa áhyggjur af bílnum. Aktu um áhyggjulaus með eina bestu ábyrgð sem fyrirfinnst í bílaiðnaðinum – sem staðalbúnað.
