Hybrid-aflrásir.
Minni útblástur, meiri sveigjanleiki.
Hybrid-aflrásir veita þér ánægju með rafknúinni hröðun, betri eldsneytisnýtingu og öllum þeim sveigjanleika sem einkennir bensínbíl. Rafhlöðurnar í tengiltvinnbílum skila meiri afkastagetu og lengra akstursdrægi með rafmagni eingöngu – án nokkurs útblásturs.
Hver er munurinn?
Venjulegir hybrid-bílar nota fyrst og fremst jarðefnaeldsneyti en geta notað visst magn raforku sem kemur úr endurheimt hemlaorku. Tengiltvinnbílar eru með stærri rafhlöðu sem hægt er að endurhlaða, sem skilar þér meira akstursdrægi á rafmagni eingöngu (allt eftir aðstæðum hverju sinni).
Hybrid
Hybrid-tækni.
Hybrid-bílar frá Hyundai skipta hnökralaust á milli þess að nota bensínvélina og rafmótorinn, allt eftir aðstæðum hverju sinni. Endurheimtarkerfi hemlaorku hleður rafhlöðuna með því að nota rafmótorinn til að hægja á bílnum. Orkan sem er geymd í rafhlöðunni er svo notuð til að knýja rafmótorinn sem hjálpar til við að knýja bílinn við hröðun, þegar ekið er upp brekku eða við hægan akstur.
Hleðsla í akstri: endurheimt hemlaorku.
Allir hybrid-bílar og rafbílar hlaða Li-ion rafhlöðuna með því að nota rafmótorinn sem rafal þegar bíllinn hægir á sér. Stillanleg endurheimt hemlaorku gerir þér kleift að stýra þessu ferli.
Hybrid-mótor og -rafhlöður.
Bensínvélin í hybrid-bílum og tengiltvinnbílum er sú sama og í hefðbundnum bílum og bæði vélin og gírkassinn státa af nútímalegri tækni. Rafmótor og Li-ion rafhlöður fullkomna hybrid-aflrásina.
Tengiltvinnbíll
Rafbílar með tengiltvinnvélum.
Tengiltvinnbílar eru með stærri rafhlöðu um borð (þó ekki eins stóra og rafbílar) og henni er hægt að stinga í samband til endurhleðslu. Þegar hleðslan á rafmótornum er á þrotum geturðu svo stungið bílnum í samband á næstu hleðslustöð – eða einfaldlega haldið áfram á bensínvélinni. Tengiltvinnbíllinn heldur því áfram eins og ekkert hafi í skorist með hybrid-kerfinu. Í samanburði við hefðbundinn hybrid-bíl skila tengiltvinnbílar lengra drægi á rafmagni eingöngu, sem þýðir að á styttri ferðum þarftu jafnvel ekki að nota neitt eldsneyti!
Hleðslumöguleikar.
Heima við geturðu bæði hlaðið tengiltvinnbílinn með heimahleðslustöð og með hefðbundinni riðstraumshleðslu.