Rafhlöðuknúnar aflrásir.
Vistvænt, skemmtilegt og hagkvæmt.
Með nýstárlegri rafbílalínu sinni lætur Hyundai reyna á mörk hins mögulega í rafknúnum samgöngum. Í línunni er að finna smábíla, jeppa og allt þar á milli. Njóttu aksturs sem er hljóðlátur og laus við útblástur, en skilar samt miklu togi og drægi sem nægir fyrir hvern dag.
Rafknúin aksturstækni.
Rafhlöðuknúnir rafbílar eru góður valkostur fyrir fólk sem vill engan útblástur, hljóðláta og kraftmikla hröðun og hefur aðgang að hleðslustöðvum.
Snjöll tækni skilar eldklárum akstri.
Endurheimtarkerfi hemlaorku hlaða rafhlöðuna með því að nota rafmótorinn til að hægja á bílnum – sem hámarkar drægið sem þér býðst.
Hleðsla og akstursdrægi.
Í gegnum tíðina hafa hugsanlegir kaupendur haft mestar áhyggjur af hleðslutímum og akstursdrægi. Með betri afköstum í rafhlöðum eru rafbílar orðnir meira aðlaðandi valkostur. Uppsetning á heimahleðslustöð eða hleðsla á vinnustaðnum hjálpa þar mikið til.
Hversu langan tíma tekur þinn daglegi akstur?
Reiknaðu fjölda daga við daglegan akstur á milli hleðslulota.
KONA-rafbíll
22
dagar
á milli
hleðslulota
IONIQ 5
21
dagar
á milli
hleðslulota
Fjölmargir þættir hafa áhrif á sparneytni brunahreyfla og það sama á við um heildarakstursdrægi á rafmagni, sem ræðst af stærð rafhlöðunnar, aksturslagi, hitastigi, fjölda farþega og öðrum þáttum.