Verslunin afgreiðir varahluti og aukahluti fyrir bílinn þinn. Við kappkostum að eiga alla algengustu varahluti á lager en sérpöntum einnig alla aðra varahluti frá birgjum okkar.

Afgreiðslutími sérpantana eru í flestum tilfellum 2-3 dagar þegar varan er til á lager erlendis.

Hjá okkur starfa sérhæfðir starfsmenn með víðtæka reynslu og þekkingu á sviði vara- og aukahluta sem tryggja þér ávallt áreiðanlega og persónulega þjónustu. Verslunin er opin frá 7:45-18:00 alla virka daga. Utan opnunartíma er starfrækt neyðarvakt sem gefið er samband við frá aðalnúmeri okkar; 575-1200.