HYUNDAI KAUPTÚNI 1

Í ár eru liðin 20 ár síðan fyrstu Hyundai bílarnir komu til landsins. Allt frá árinu 1992 hafa Hyundai bílarnir verið hluti af bifreiðaumboðinu BL ehf. (áður B&L ehf.) en eigendur BL ehf. hafa nú fært starfsemi  Hyundai í ný og glæsileg húsakynni í Kauptúni 1 í Garðabæ.

 Öll starfsemin á einum stað

Á nýjum stað í Kauptúni þurfa 12.500 viðskiptavinir Hyundai ekki að leita á marga staði, því fullkomið þjónustuverkstæði og varahlutaverslun fyrir Hyundai bíla opnar þar á sama tíma auk þess sem boðið er  upp á úrval notaðra vel með farinna Hyundai bíla.

Sölu og þjónustdeildir Hyundai opna á hverjum degi kl. 07.45 og taka á móti viðskiptavinum sem koma með bíla í þjónustu með nýbökuðu bakkelsi og bros á vör og að sjálfsögðu skutlum við viðskiptavinum  bæði til og frá vinnu eða hvert sem er innan höfuðborgarsvæðisins.

Ný vörulína með 5 ára ábyrgð

Ný vörulína Hyundai er öll með 5 ára ábyrgð og ótakmarkaðan akstur auk þess sem Hyundai viðskiptavinum býðst að koma með bíla sína í gæðaskoðun án endurgjalds hvenær sem er. Til að viðskiptavinir njóti alls þess besta sem bíleigendur geta hugsað sér fylgir 24 tíma vegaaðstoð öllum nýjum Hyundai bílum ef svo óheppilega vildi til að bíllinn bili á 5 ára ábyrgðatímanum.

 

Hyundai / BL ehf.

kt.630211-0500

Kauptúni 1 - 210 Garðabæ

Sími: 575 1200