Réttinga- og málningarverkstæði okkar leggur mikinn metnað í vönduð vinnubrögð þar sem þjónusta og hnökralaus samskipti skipta miklu máli.

Ef þörf er á tjónaviðgerð sinnum við ferlinu alveg frá tjónamati til enda. Unnið er eftir CABAS-tjónamatskerfinu og sinnum við viðgerðum fyrir öll tryggingafélögin.

Við sjáum um að útvega viðskiptavinum bílaleigubíl meðan á viðgerð stendur, bæði fyrir hönd tryggingafélaganna og eins hafa viðskiptavinir okkar aðgang að sérstökum kjörum á bílum frá bílaleigu okkar.

Gæði varahluta
Við tryggum að eingöngu séu notaðir varahlutir viðurkenndiri af framleiðenda bílsins til viðgerða á þínum bíl. Varahlutir frá framleiðanda bílsins eru hannaðir og smíðaðir eftir sömu körfum um gæði og endingu og bíllinn þinn. Þannig er þér tryggt hámarks öryggi og að bíllinn þinn sé ekki síðri en fyrir viðgerð.

Staðsetning
Verkstæðið okkar er staðsett á Viðarhöfða 4. Afgreiðslutími er frá kl. 7.45 til 17.00 mánudag til fimmtudags og kl. 7.45 til 16.00 á föstudögum.