Nýr Hyundai Tucson

3.890.000 kr.

Breytingarnar eru allstaðar. Bæði utan og innan

Breytingarnar eru allstaðar. Bæði utan og innan. Útlitið er ekki það eina sem hefur breyst. Innrétting í Tucson er aðlaðandi og full af nýjungum. Rýmið er nægt fyrir farþega og farangur og sætin eru þægileg á löngum ferðum. Engu hefur verið til sparað til að gera ferðina að upplifun sem auðvelt er að njóta.

Algjörlega nýr undirvagn Tucson er búinn nýjustu tækni sem eykur aksturseiginleika og öryggi í akstri. Hægt er að velja úr úrvali dísil og bensínvéla sem skila frá 115-185 hestöflum, skiptingar sem í boði eru eru sex gíra beinskipting, sex þrepa sjálfskipting og ný 7 þrepa tveggja kúplinga sjálfskipting. Sítengdur aldrifsbúnaður Tucson er með nýrri gerð af skriðvörn (Advanced Traction Cornering Control - ATCC) sem eykur á öryggi í kröppum beygjum.

Sítengt aldrif í Tucson er með sjálfvirka afldreifigu milli fram- og afturáss. Þegar þörf krefur færist allt að 50% vélaraflsins til afturhjólanna. Hægt er að læsa drifbúnaðinum í 50/50 stöðu til að auka drifgetu í erfiðum aðstæðum.

Ýtarupplýsingar um Tucson á ensku - smella hér - 

Hefur þú spurningu hvetjum við þið að senda á okkur línu á hyundai@hyundai.is

Minnum einnig á Facebook síðu okkar - smella hér - 


 

Horfðu á The Switch

Tuscon er svo frábær að við ákváðum að gera stuttmyndina „The Switch“ í stað venjulegra sjónvarpsauglýsingu.

Horfðu á óvenjulegt, spennuþrungið og adrenalín fyllt ferðalag aðalleikarans á Tuscon, þar sem hann meðal annars stoppar fyrir kynþokkafullum puttaferðalangi, er eltur af brjáluðum trúð og kemst undan æsispennandi eltingaleik.

Tuscon er tilbúinn í ævintýraferð. Ert þú tilbúinn?