Hyundai i40

3.990.000 kr.

UPPLIFÐU NÝJA TÍMA MEÐ HYUNDAI
Útlit og yfirbragð Hyundai i40 er hluti af nýju upphafi Hyundai þar sem áhersla er lögð á að marka nýja stefnu með nýjum og spennandi bílum á borð við i40. En árangur næst ekki eingöngu í stuttum öruggum skrefum heldur er mikilvægt að vera leiðandi og grípa tækifærin þegar þau gefast til að ná forystu sem tekið er eftir. Hönnun á nýjum i40 byggir á grunngildum um áreiðanleika og vandaðan frágang sem Hyundai bílar eru orðnir þekktir fyrir.

FULLKOMIN STJÓRN
Það er skemmtilegt að aka i40. Nægt afl til staðar þegar á þarf að halda og undir stýri lÍður ökumanni vel því þar er allt til alls. Fágað yfirbragð innréttingarinnar í i40 sver sig í ættina við nýju Hyundai bílana þar sem einkennin leyna sér ekki. Stýri með aðgerahnöppum, fallega upplýst mælaborð, vandaðir takkar eru rétt staðsettir og auðvelt að ná til og öryggisbúnaður samkvæmt ýtrustu kröfum.

AFL OG AKSTURSEIGINLEIKAR
Í Hyundai i40 er hægt að velja um þrjár mismunandi vélar sem sumar ná undraverðum árangri í nýtingu eldsneytis eða allt niður í 4,3 lítrar á hverja 100/km og ekki nema 113gr/km af CO2 sem þýðir að ökumaður fær frítt í bílastæðin í miðborginni. Hægt er að velja um 6 gíra beinskiptingu eða sjálfskiptingu. Hemlaaðstoð og ABS hemlar gera i40 eins öruggan og frekast er kostur og með fjölarma McPerson fjörðun og ESP stöðugleikastýringu er Hyundai i40 eins öruggur og þægilegur í akstri og hægt er að bjóða upp á. Allt að 9 öryggisloftpúðar passa upp á ökumann og farþega ef á þarf að halda.

NÝ HUGSUN, NÝ TÆKIFÆRI
Fólk gerir aðrar kröfur til bíla en það gerði. Bíll er fyrir flesta ekki eingungis farartæki til að komast frá a – b heldur einskonar framlenging á ímynduðu sjálfi, hvaða viðhorf þú hefur hver þín áhugamál eru og svo framvegis. Bílaframleiðendur hafa gengið í gengum miklar breytingar á undanförnum árum.Hyundai hefur vaxið mikið og er nú einn stærsti bílaframleiðandi í heimi með bíla sem fólk velur að kaupa sökum framúr-skarandi gæða og áreiðanleika. En Hyundai vill gera meira en það og því hafa hönnuðir Hyundai tekið stór og áræðin skref til að skapa bílum sínum meiri sérstöðu í hugum viðskiptavina, hanna betri bíla sem höfða til huglægra gilda jafnt sem áþreifanlegra. Við bjóðum þig velkominn að upplifa nýja tíma með Hyundai.