Hyundai i30

2.990.000 kr.

Aktu. Í nýjum bíl við allra hæfi.

Sjaldgæft er að í nýjum bíl sameinist svona fallegt útlit og svona nútímalegt yfirbragð og eiginleikar. Glænýr Hyundai i30 hefur þetta til að bera og meira til. Hann höfðar til allra – einhleypra, fjölskyldna, ungs fólks og þeirra sem varðveitt hafa ungæðið í sér. Sígild hönnun, ítarlegir tengimöguleikar og fjölbreytt öryggistækni frá Hyundai auka enn við aðdráttaraflið. Þess vegna er hér kominn nýr bíll við allra hæfi.

Aktu í sígildum stíl.

Traustvekjandi hönnun nýs i30 geislar frá hverju einasta smáatriði. Nákvæm lögun yfirborðs, aflíðandi hliðarsvipur og lífleg hönnun smáatriða skapa rennilega en einfalda fágun. Nýtt stallað grillið er hannað eftir hugmynd um flæði bráðins stáls og hefur yfir sér ímynd styrks og hreyfanleika. Björt LED-aðalljós og eftirtektarverð LED-dagljós fullkomna myndina.

Aktu í aflmiklum bíl.

Nýjar bensínvélar með forþjöppu gefa nýja i30-bílnum aukinn kraft. Þar ber helst að nefna nýju vélina 1,4 T-GDI sem skilar 140 hö. á aðeins 1500 sn./mín. Einnig eru í boði 120 ha. 1,0 T-GDI og 1,6 dísilvél með forþjöppu, sem fæst í þremur aflútfærslum: 95, 110 eða 136 hö. Bættu við þetta sjö gíra tveggja kúplinga skiptingu, viðbragðsbetra stýri og aukinni lipurð og niðurstaðan er einstaklega gefandi akstursupplifun.