Neyðarþjónustunni sinnir bakvakt frá varahlutaversluninni og verkstæðinu og þú nærð sambandi við neyðarþjónustuna með því að hringa í síma 822 8010.

Varahlutaverslun
Ef þörf er á varahlut utan hefðbundins opnunartíma verslunarinnar getur þú kallað út afgreiðslumann en athugaðu að útkallið kostar 10.000 kr.

Verkstæði
Þar sem um neyðarþjónustu er að ræða, getum við ekki lofað þér fullri verkstæðisþjónustu en fyrst þarf að greina símleiðis umfang og eðli vandans.

Ef bilunin reynist umfangsmikil stendur þér til boða bíll frá bílaleigu okkar á afar hagstæðum kjörum. Ef kalla þarf út viðgerðarmann kostar útkallið 10.000 kr. og greitt er síðan fyrir viðgerðina samkv. verðskrá þó að lágmarki 3 klst. Ath. ekki er veitt þjónusta viðgerðarmanns frá kl. 22:00 að kvöldi fram að kl. 08:00 að morgni.

Ef um er að ræða bíl í ábyrgð þá er neyðarþjónustan bíleiganda að kostnaðarlausu að uppfylltum skilyrðum ábyrgðarinnar.

Hyundai vegaaðstoð
Hyundai býður öllum eigendum Hyundai bíla sem nýskráðir eru eftir 1. janúar 2012 vegaþjónustu 24 tíma á dag, 365 daga á ári. Hyundai vegaaðstoðin er viðbót við hefðbundna ábyrgðarskilmála og er eigandanum að kostnaðarlausu.