IONIQ EV

3.890.000 kr.

Hrífandi hönnun. Framúrskarandi tilfinning.

Hrífandi hönnun IONIQ Electric gefur honum fágað yfirbragð frá öllum hliðum. Þessi einstaka blanda 100% rafknúins aksturs og orkunýtingar birtist í fíngerðum línum og jafnvægi í hönnun. Jafnvel sérhannaðar álfelgurnar stuðla að einstaklega lítilli loftmótstöðu. Grillplatan rammar inn LED-aðalljósin og framstuðarinn skartar eftirtektarverðum LED-dagljósum og einkennandi koparlitaðri neðri brún.

Framtíðin er hér. Hún er án útblásturs.

IONIQ Electric er útblásturslaus bíll sem temur vindinn og örvar skilningarvitin.
Loftviðnámsstuðull upp á aðeins 0,24 og framsækin rafmagnsaflrás gera aksturinn að einstakri upplifun.
Þessi einstaklega hagkvæmi fimm sæta bíll veitir ánægju á hverjum degi, í stuttum sem löngum ferðum.