Nýr Hyundai Santa Fe

5.990.000 kr.

Nýr Santa Fe. Smáatriðin fínstillt.
Í nýjum Santa Fe verða smáatriðin að aðalatriðum. Nýr Santa Fe hefur fengið andlitslyftingu á framenda með nýju grilli, nýjum Xenon aðalljósum, LED dagljósum og fallegum frágangslistum við þokuljós. Nýjar álfelgur undirstrika virðulegt yfirbragð og fjölda tæknilegra öryggisatriða hefur verði bætt í Santa Fe til að auka öryggi og auðvelda ökumanni að bregðast rétt við mismunandi aðstæðum.

Öryggi við allar aðstæður.
Útlit og yfirbragð nýs Santa Fe er innblásið af öryggi. Fjöldi tækninýjunga sjá um að tryggja öryggi farþega eins og frekast er kostur. Sjálfvirk neyðarhemlun,  blindhornaviðvörun, gagnvirkur hraðastillri og sjálfvirk aðalljós eru nýjungar sem gera daglega notkun Santa Fe auðveldari og öruggari.