FRAMTÍÐIN ER ÖRUGG
Hyundai bifreiðar er smíðaður eftir ströngustu gæðastöðlum.
Það gerir okkur kleyft að bjóða viðskiptavinum Hyundai upp á eina fullkomnustu ábyrgðarvernd sem völ er á.

Þegar bílaábyrgð eru bornar saman í samanburði við aðrar bílategundir á markaðnum hvetjum við alla til þess að rína í smáaletrið og hvernig ábyrgðir samsettar.


5 ÁRA VERKSMIÐJUÁBYRGÐ

Hyundai býður viðskiptavinum(1) sínum 5 ára ábyrgð, án nokkurra akstursviðmiðana(2), á öllum nýjum bifreiðum seldum af viðurkenndum Hyundai söluaðila í Evrópu(3):

Ábyrgðin er frá stuðara til stuðara, þar meðtalið drifrás og 12 ára ábyrgð gegn tæringu. 

SKILNINGUR OG SAMSKIPTI
Þetta ábyrgðaloforð er staðfesting þess að starfsfólk Hyundai mun leggja sig fram um að hlusta á þarfir viðskiptavina sinna og leggja sig fram um að gera upplifun þeirra sem eignast Hyundai sem ánægjulegasta.

5 ÁRA VEGAAÐSTOÐ
Ef svo óheppilega vildi til að Hyundai bíllinn þinn bilaði einhvern staðar í heimalandinu getur þú hringt í þjónustunúmer Hyundai og fengið hjálp án tafar. Ef þörf krefur mun starfsfólk Hyundai sjá um að koma bílnum til næsta umboðsmanns Hyundai til frekari viðgerðar. Þessi þjónusta fylgir bílnum út 5 ára ábyrgðartímann.

ENGAR ÁHYGGJUR
Þessu loforði um 24 tíma neyðarþjónustu er ætlað að auka á gæði og ánægju upplifunarinnar að eiga og umgangast Hyundai.

LÉTTSKOÐUN
Til viðbótar við árlega skilyrta ábyrgðarskoðun stendur Hyundai viðskiptavinum til boða að koma meðbílinn í Léttskoðun án fyrirvara og kostnaðar og fá ýtarlega úttekt á öllu helstu slitflötum og öryggisþáttum auk þess sem þjálfaður viðgerðamaður getur svarað spurningum eiganda ef einhverjar eru um hvað eina er snertir rekstur bílsins.

ÁREIÐANLEIKI
Þjónusta sem þessi hjálpar viðskiptavinum að viðhalda gæðum bílsins og auðveldar þeim aðgengi að tæknimönnum Hyundai með spurningar viðkomandi viðhaldi og rekstur bílsins

Hyundai er umhugað um að meta stöðugt síbreytilegar þarfir viðskiptavina sinna. Þess vegna munu starfsmenn Hyundai hlusta af kostgæfni á hvað viðskiptavinirnir hafa fram að færa og þannig stuðla að ánægju þeirra.
Með því að bæta við 5 ára ábyrgðarskilmála Hyundai Gæðaskoðun og Vegaaðstoð er viðskiptavinum Hyundai gefin kostur á að njóta þess að tilheyra hópi bíleigenda sem fær fyrsta flokks þjónustu við allar aðstæður yfir allan ábyrgðatíma bílsins og þannig á upplifunin að koma þægilega á óvart í hvert skipti sem viðskiptavinur kemur með bílinn til eftirlits.

 

 

Smáaletrið:

1) Fimm ára verksmiðjuábyrgð Hyundai sem innifelur ótakmarkaðan akstur á eingöngu við um Hyundai bifreiðar sem upphaflega voru seldar viðskiptavinum hjá viðurkenndum umboðsaðila eins og kemur fram í skilmálum þjónustu- og ábyrgðarbókar Hyundai.

2) Bílar sem notaðir eru sem leigubílar eða bílaleigubílar eru með 3ja ára/100.000 km ábyrgð, hvort sem kemur á undan.

3) Evrópa þýðir Evrópska efnahagssvæðið og Sviss.

-Vinsamlegast hafið í huga að 5 ára ábyrgðarskilmálar með ótakmörkuðum akstri tóku nýlega breytingum. Að teknu tilliti til framleiðsludags bifreiðarinnar og aldurs hennar á lager geta eldri ábyrgðarskilmálar átt við um bifreiðina. Vinsamlegast leitaðu nánari upplýsinga hjá umboðsaðila Hyundai í þínu landi.